Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 76
74
B L I K
Til þessa hafði það verið
venja í Eyjum, að verja snjó
og ís bráðnun í kofum og öðr-
um ísgeymslum með því að
breiða hey yfir. Nú afréð
stjórn ísfélagsins að kaupa sér-
stakar mottur í þessu skyni,
að ráði þeirra, er bezt kunnu
og lengsta reynslu höfðu. Mott-
urnar voru þrifalegri og vörn-
uðu betur lofti að ísnum.
Þá var nú einnig samþykkt,
að félagið keypti 200 punda
desimalvog með nægum lóðum,
handvagn og 40 sléttar járn-
plötur í síldarpönnur. Áður
hafði stjórnin fest kaup á
nokkru magni af síldarpönnum,
ef veiðast skyldi síld hér eða
bjóðast ófrosin til kaups t.d.
úr síldarskipum.
Að ráði Jóh. Nordals, íshúss-
varðar í Reykjavík, voru nú
settar hillur í frystihúsið til
þess að drýgja gólfrýmið og
koma í veg fyrir að síldin
skemmdist þar sökum of mikils
þrýstings á neðstu síldarlögun-
um, þegar um háa síldarstafla
var að ræða. Einnig skyldi
vegna vatns og til þrifnaðar
setja trégrindur á gólf frystis-
ins undir síldina og til þess að
ganga á.
Vorið 1903 setti stjórn Isfé-
lagsins og íshússvörður í sam-
einingu reglur um móttöku og
geymslu fisks í íshúsinu, Gefa
skyldi kost á því að geyma þar
ýsu, lýsu, smálúðu og síld, ef
byðist, með þeim skilyrðum, að
helmingur allra þessara fisk-
tegunda yrði eftir pundatali eign
ísfélagsins. Skyldi það vera
geymslugjaldið. Eigendur fisks-
ins skyldu sjálfir láta flytja
fiskinn að íshúsinu hreinan og
vel þveginn. Ýsuna skyldu þeir
hafa flatt þannig, að hún væri
sem tilbúin verzlunarvara.
Sjálfir skyldu eigendur fisks-
ins aðstoða og hjálpa til við að
frysta hann, koma honum í
frystinn. Byðist félaginu síld
til kaups, svo að það gæti ekki
tekið fisk eða síld til geymslu,
bar stjórninni að kaupa það,
sem í geymslu var fyrir aðra,
ef um samdist.
Margir útgerðarmenn höfðu
um vorið 1903 beðið félags-
stjórnina að festa kaup á síld
handa þeim. Liðið var fram að
ágústlokum, og ekki höfðu
allir hinir sömu útgerðarmenn
greitt ísfélaginu síldina. Af
þessum sökum mest hafði fé-
lagið komizt í 800,00 skuld, sem
nú þurfti að greiða m.a. til
þess að halda lánstrausti sínu.
Engir voru peningar til að
greiða skuld þessa með. Var því
afráðið að taka lán. Sparisjóð-
ur Vestmannaeyja gaf félag-
inu kost á bráðabirgðarláni kr.
1000,00, og skyldi íshúsið sett
að veði fyrir láninu. Jafnframt
var skorað á þá, sem enn höfðu
ekki greitt síld sína, að gera
það innan ákveðins tíma, að