Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 146
144
B L I K
ákjósanlegast, þvi að margar
vísur Páls benda ótvírætt á all-
mikla samveruerfiðleika. Er
trúlegast, að þetta muni mikið
til hafa verið af völdum Páls,
því að sagður var Sigurður eng-
inn illindamaður, en Páll hins-
vegar ófyrirleitinn og stríðinn
undir áhrifum víns.
Þarna fann ég loks höfund
vísunnar um Guddu gömlu og er
vísan þannig:
„Nú er hún gamla Gudda dauð,
getur ei lengur unnið brauð,
unnið, spunnið ull í föt
ekki gert skó né stagað göt.
Siggi tapaði en sveitin vann
er sálin skildi við líkamann.“
En hver var hún, þessi Gudda
gamla? Ekki ósennilegt hún
hafi verið niðursetningur, sem
sveitin hefir greitt fyrir til Sig-
urðar, sem og vísan ber með sér.
Annars hét hún Guðbjörg Jóns-
dóttir og hafði verið gift manni
þeim, er Hannes hét. Hann haf ði
viðumefni eins og margir fleiri
Eyjamenn í þann tíma. Senni-
lega hefir Hannes fengið viður-
nefni sitt af því, að hann var
oft að snatta í fýl sem er oft
nefndur sladdi. Það þurfti á
þeim tímum ekki stórt tilefni til
uppnefningar og má segja, að
hver maður hafi borið sitt við-
urnefni. Flest voru þau runnin
frá útlendu kaupmönnunum og
verzlunarþjónum þeirra og
haldið við af þeim og oftast gef-
in í óvirðingarskyni.
Hannes hrapaði einu sinni úr
Bensanefi í Stóraklifi, er hann
var þar til fýla, en slapp vel frá
þeim voða, þótt hann meiddist
nokkuð mikið.
Oftast lét hann búðarþjóna fá
afla sinn af fýl og eggjum gegn
einhverri greiðslu. Aðal eggja-
geymsla hans í þessum eggja-
færsluferðum, (sem hann auð-
vitað gerði í trássi við lög og
rétt) var hatturinn hans, sem
hann vitanlega bar á höfðinu.
En einu sinni varð honum
hált á þeirri geymslu. Þá kom
hann inn í Austurbúð, en marg-
ir búðarstöðumenn voru þar
fyrir eins og oft vildi vera fyrr-
um. Þeim fannst hattur Hann-
esar gamla eitthvað svo bústinn
og fyrirferðarmikill, svo að þeir
klöppuðu á kollinn á karli þétt-
ingsfast. Við það brotnuðu egg-
in, er þar voru geymd, og rann
rauða og hvíta niður allt andlit
hans í stríðum straumum, sem
klepraði skegg hans og hár.
Hannes reiddist ákaflega og
höfðu galgoparnir nóg að gera
að verjast honum og eggjaslett-
um hans. Ekki lét Hannes gamli
af starfa sínum við fýlinn þrátt
fyrir þetta óhapp, og sagt var,
að hann hefði aldrei verið á-
stundunarsamari við fýlabyggð-
ina í Klifinu en eftir þetta.
En það var varla von, að
Hannes gamli slyppi við glens
búðarstöðumanna. Það var allt-
af fullt af þeim í verzlununum