Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 17
B L I K
15
arundirbúningi til þess að vera
tekin í kristinna manna tölu.
Þó munu prestar bæði hér í
Eyjum og annarsstaðar hafa
látið tilleiðast að ferma tor-
næma unglinga, þó að námi
væri mjög ábótavant. Þetta
vissu biskupar og tóku stund-
um óstinnt upp fyrir prestum.
Varðandi þetta atriði skrifar
Hannes biskup Finnsson í bréf
1784 og er æði stórorður, hinn
prúði maður:
.... ,,til Confirmationar (ferm-
ingar) má ekki taka ófróðar
skepnur fyrir það, þó þær gráti,
veini og lofi framförum....
Confirmationen er ekki nein
ölmusa, sem prestar ráða fyrir
að úthluta þeim, sem um hana
betla.“
Á árunum 1790—1837, eða
þar til báðar sóknimar í Vest-
mannaeyjum voru sameinaðar
í eina sókn, Vestmannaeyja-
sókn, sem svo var nefnd, vom
ekki færri en 9 prestar starf-
andi í Eyjum. Þeir vom þess-
ir:*
Ofanleitissókn:
Séra Ari Guðlaugsson, 1790—1809
— Jón Arason, s. h., 1809—1810
•— Jón Högnason, 1811—1825
Snæbj. Björnsson, 1825—1827
Jón J. Austmann, 1827—1837
Kirkjubæjarsókn:
Séra Bjarnhéðinn Guð-
mundsson, 1792—1821
* Saga Vestmannaeyja eftir Sigfús
M. Johnsen, fyrrv bæjarfógeta.
— Högni Stefánsson,
aðstoðarprestur 1807—1817
— Stefán Stefánsson,
aðstoðarprestur, 1817—1821
— Páll Jónsson (Páll
skáldi) 1822—1837
Vissulega höfðu þessi tíðu
prestaskipti í för með sér minni
festu og ekki alltaf eins náin
kynni með prestunum og heim-
ilunum eins og ella, þar sem
sami prestur starfar um langt
árabil. Þessi tíðu prestaskipti
höfðu óneitanlega áhrif til hins
verra á kennslustarf heimil-
anna, sem svo mjög var háð
góðum kynnum prestsins við
heimilin og náinni „sálusorg-
un.“
Á þessum árum fer agaleysi
yngri kynslóðarinnar í Eyjum
mjög í vöxt, drykkjuskapur
eykst, slæpingsháttur og laus-
ung í ýmsum myndum fer vax-
andi og búðarstöðurnar ill-
ræmdu jafnvel enn skaðlegri á-
hrifavaldar á þessum árum en
fyrr og síðar. Sumir af þessum
prestum voru sjálfir vægast
sagt agalitlir menn og litlar
fyrirmyndir sóknarbarna sinna,
og „hvað höfðingjarnir hafast
að, hinir ætla sér leyfist það.“
Enda benda ofangreind orð
séra Jóns J. Áustmanns varð-
andi Ministeralbækur Kirkju-
bæjarsóknar til þess, að ekki
hafi þar allt verið með felldu
í prestskaparstarfinu, t. d.
hjá séra Páli Jónssyni og hefur