Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 84
82
B L I K
lagsmanna að hrökkva til alls
þessa. Þá var ráðgert, að ráða
á ný íshúsvörð og senda þann
hinn sama út til þess að kynna
sér meðferð hinnar fyrirhug-
uðu frystivélar. En fyrst lá þó
fyrir að ráða íshúsvörð, sem nú
hlaut að fá aukið starf og
vandameira, þar sem hann átti
að verða vélgæzlumaður íshúss-
ins og algildur fulltrúi íshúss-
stjórnar. Staðan var auglýst
laus til umsóknar og urðu um-
sækjendur fimm. Á meðal
þeirra var Högni Sigurðsson,
sem verið hafði íshúsvörður frá
upphafi. Aðalfundur var látinn
skera úr, hver hljóta skyldi
starfið. Högni hlaut 73 atkvæði
fundarmanna en allir hinir til
samans 42 atkvæði. Með þess-
ari traustsyfirlýsingu vildu fé-
lagsmenn votta Högna Sigurðs-
syni þakkir fyrir erilsamt starf
í þágu þeirra s.l. 7 ár fyrir lítil
laun en æri mikið erfiði á
stundum, árvekni og öðrum
þræði leiðindi og sálarslit, þeg-
ar skorti vinnuafl og ís, og
beitan lá undir skemmdum.
Nú voru þáttaskil framund-
an í rekstri ísfélagsins, og báru
reikningar þess það með sér á
aðalfundi 17. jan. 1908. Reikn-
ingarnir sýndu, að afgangs urðu
kr. 2200,00, þegar allar skuldir
félagsins væru að fullu greidd-
ar. Fundurinn samþykkti, að
greiða félagsmönnum 20% í
arð af hlutafénu, og var það
fyrsti arðurinn, sem félagið
greiddi. Svaraði hann til þess,
að félagsmenn hefðu fengið
greiddar árlega 3V2 % af hluta-
fé sínu.
Stjómin var einróma endur-
kosin á fimdinum.
Nú hófst formaður félagsins,
Gísli J. Johnsen, handa í þágu
útvegs Eyjamanna svo að um
munaði, og átök þau mörkuðu
gagnmerk spor til þeirra fram-
fara og hagsældar, sem byggð-
arlagið nýtur enn 1 dag. Vél-
bátaútvegurinn í Vestmanna-
eyjum hafði tekið næsta ótrú-
lega snöggum vexti, svo að á
vetrarvertíð 1907 gerðu Eyja-
menn út 22 vélbáta og var það
þó aðeins önnur vertíð vélbáta-
útvegsins þar. I ráði var, að
nær 20 nýir vélbátar hæfu
göngu sína frá Eyjum vetrar-
vertíðina 1908, og átti Gísli J.
Johnsen hlut að um útvegun
12 þessara báta, ýmist efni í
þá, ef þeir voru smíðaðir í
Eyjum, og þá vélar 1 þá, eða
bátana að mestu fullgerða frá
útlöndum. Töluvert á annað
hundrað Eyjamenn voru nú
orðnir þátttakendur í útgerð
þessari.1)
Það var í raun ógemingur
og allt of áhættusamt að ætla
sér að sjá þessum stóra báta-
flota fyrir nægri og góðri beitu
') Aldahvörí í Eyjum eftir Þorstein
Jónsson, Laufási.