Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 125
B L I K
123
flytjendunum til boða stór
landnám ókeypis til að rækta.
Trú sína ræktu þeir í samfé-
lagi við trúbræðurna, er fyrir
voru, og fundu lítt til einstæð-
ingsskapar og verða þannig
furðu fljótir að samlaga sig
hinu nýja fósturlandi.
Trúboðið, er lá niðri í bili
eftir dauða Þórarins, fær byr í
seglin aftur með komu danska
trúboðians Lörentsens hingað
1853 og starfsemi Guðmund-
ar Guðmundssonar. Fyrsti
mormónahópurinn fer héðan til
Utah 1854, Samúel Bjarnason
bóndi á Kirkjubæ, við fjórða
mann. Árið 1855 fer Þórður
Diðriksson einn síns liðs. (Það
er rangt, er sumstaðar er stað-
hæft, að Samúel hafi farið
sama árið eða 1855). 1857 flyzt
Loptur Jónsson bóndi í Þor-
laugargerði við 11. mann frá
Vestmannaeyjum til Utah.
Þessar ferðir liggja svo niðri
um hríð, en árið 1873 komu
þeir Loptur Jónsson og Magnús
Bjarnason aftur í trúboðser-
indum hingað og fóru aftur
þjóðhátíðarsumarið 1874 og
með þeim hópur manna. Ferð-
irnar halda áfram fram yfir
1892 og ítarlega rakið af þeim,
er þetta ritar í öðrum kafla og
er það alllangt mál.
Þuríður Oddsdóttir, ekkja
Þórarins Hafliðasonar, bjó eftir
lát manns síns í Sjólyst og var
móðir hennar þar einnig. Einn
dreng höfðu þau hjónin eign-
ast, Odd (f. 2. febr. 1852). Ólst
hann upp með móður sinni og
stjúpa, lengst af í Eystra-Þor-
laugargerði.
Árið 1853, 25. okt., giftist
Þuríður Oddsdóttir annað sinni
Jóni Árnasyni, f. í Dúðu í Ey-
vindarmúlasókn. Þeim varð
fjögurra bama auðið, og voru
þau: Þórarinn, er heitinn var
eftir Þórarni heitn. Hafliðasyni,
fyrra manni Þuríðar, f. 30. jan.
1855. Hin böm þeirra Þuríðar
og Árna vom Ingigerður (f.
4. des. 1857), Árni (f. 27. apríl
1861) og Magnús (f. 13. sept.
1862) . Jón Árnason var dugn-
aðarmaður.
s. m. j.
S P A U G
Lítill ólátabelgur, sem ekki
hlýddi mömmu sinni, átti að fá
hegningu. Mamma hans hótaði
að loka hann inni í hænsnakofa.
Þá svaraði strákur þrjózkulega:
„En það ætla ég að segja þér,
mamma, að eggjum verpi ég
ekki.“
®--------------
Verkstjórinn við vinínusvik-
arann: „Það er ekki að sjá, að
þú hafir ánægju af vinnunni?"
Hinn: „Jú, vissulega, ég læt
bara ekki á því bera, svo að ég
verði ekki krafinn um skemmt-
anaskatt.