Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 91
B L I K
89
leizt ekki á blikuna. Iskyggileg
var niðurgangan með lambið.
En hér stóð varnarlaust og
hjálparvana dýr, sem mér bar
að hjálpa, því að ég minntist nú
orða ömmu minnar, sem ég gat
um í upphafi, og mér óx kjark-
ur og hugdirfska.
Ég náði lambinu og batt það
við mig. Síðan réðst ég til nið-
urgöngu. — Hvort það var orð-
um ömmu að þakka eða ekki, þá
komst ég niður klakklaust með
lambið og hélt til byggðar. Á
leiðinni mætti ég nokkrum
mönnum, sem voru á leið til
fjalls til að leita að mér. Ég
sagði þeim farir mínar og gjörð-
ir. Þeir undruðust stórum.
Guðmundur Pálsson,
Gagnfræðadeikl.
Úr ritgerðum nemenda 3.
bekkjar:
„Heimilið oa æskumaður-
inn"
,,.... Foreldrarnir mega ekki
láta bömin ráða heimilinu eða
vaða yfir höfuð sér. Með því
móti skapast aldrei farsælt og
gott heimili, heldur skrípamynd
af heimili. Bömin eiga að vera
foreldrum sínum og heimilinu
til sóma. Það verða þau bezt í
fágaðri framkomu, skyldurækni
og hlýðni. Einnig verður sam-
bandið milli foreldra og barna
að vera þannig, að börnin leiti
til þeirra fyrst og fremst með
öll vandamál sín, sæki til þeirra
leiðbeiningar og ráð.
Sé framkoma barnsins á
heimilinu þannig, að það raski
heimilisfriði og góðum heimilis-
háttum, þá eiga foreldrarnir
einvörðungu sök á því. Þeim
hefur mistekizt uppeldið á barn-
inu . .. . “
„. . . . Foreldrarnir eiga ekki
að ala þá hugsun með sér að
börn þeirra séu meiri og betri
en önnur börn. Sú hugsun leiðir
oft til vandræða. — Þegar
börn era alin upp við dekur og
allt látið eftir þeim, verða þau
erfiðari viðfangs, þegar þau
eldast og eiga að hlýða öðrum.
Heimilisfriðurinn er fyrir öllu.
Undirstaða hans er ástríkt sam-
líf foreldranna, og svo hlýðni
bamsins og virðing þess fyrir
þeim. Ófriður á heimili, rifrildi
og gauragangur leiðir til þess,
að bömin hrekjast burt af því
út í sollinn og ógæfuna . . . . “
b. ]., 3. b.
„. . . . Traust kærleikstengsli
eiga að vera milli foreldra og
barna, og bömin eiga að bera
virðingu fyrir foreldrum sínum
eins og þegnar ríkis fyrir þjóð-
höfðingja sínum, en þá verða
líka foreldrarnir að vera allrar