Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 90
88
B L I K
sæla veiðiför. Óvinum bænda og
kinda var fækkað.
Grimur Magnússon,
2. bekkur B.
=sar=
Vertu trúr
„Vertu trúr allt til dauðans
......og einnig þeim, sem eru
hjálpar þurfi, skaltu rétta
hjálparhönd, hvort sem það eru
dýr eða menn“. Þetta voru orð
ömmu minnar við mig, er ég
sat á knjám hennar. Þessara
orða átti ég eftir að minnast
síðar. — Já, ég var barn, þegar
amma sagði þetta við mig, en
þau hafa festst vel í huga mín-
um.
Ég var orðinn 10 ára gamall,
þegar ég fór fyrst að heiman.
Þá fór ég austur undir Eyja-
fjöll, — að Raufafelli. Ég átti
að dveljast þar um sumarið.
Mér leiddist fyrst, en fólkið var
alúðlegt, og brátt hurfu leiðind-
in sem dögg fyrir sólu.
Ég var búinn að vera helm-
inginn af dvalartíma mínum,
þegar mér barst símskeyti frá
pabba og mömmu Það var þess
efnis, að amma væri dáin. •—
Gat það verið, að elsku amma
mín væri dáin? — Ég hélt
skeytinu lengi í höndum mér.
— Þetta er víst leiðin allra,
hugsaði ég og brast í grát. Ég
var óhuggandi lengi.
Tíminn leið og réttir nálguð-
ust. — Réttardagurinn rennur
upp bjartur og fagur. Kl. 6 að
morgni er lagt af stað í göng-
umar. Okkur gangnamönnun-
um er skipt í hópa. Ég lenti 1
hópi með húsbónda mínum. Við
göngum upp f jallið, sem er fyrir
ofan bæinn. — Um hádegi er ég
orðinn viðskila við húsbóndann
og alla. Ofan af fjallinu sé ég
stóran f járhóp renna niður hlíð-
ina. Ég hefi verið kappsamur
og ötull og því orðinn þreyttur.
Það var farið að rökkva, þeg-
ar ég hélt ofan af fjallinu.
Skyndilega heyri ég jarm fyr-
ir ofan mig. Ég skyggnist um
og sé, hvar lamb hímir á kletta-
syllu. Mér flýgur í hug, að það
sé í svelti fyrst það jarmar
svona. — Ég sný við. Mér verð-
ur þegar ljóst, að erfitt muni að
ná lambinu nema með hjálp
annarra. — En myrkrið var að
skella á. — Ég afréð að reyna
þegar að bjarga lambinu og réð-
ist þ\ú til uppgöngu þangað,
sem það var. Þegar ég átti ó-
farinn dálítinn spöl upp að syll-
unni, valt steinn undan fótum
mér, en mn leið náði ég taki á
bergnybbu með höndunum og
hafði að fikra mig upp á syll-
una. Þá var ég orðinn örmagna
af þreytu. Ég var blóðrisa á
höndunum.
Þegar ég hafði jafnað mig
dálítið, fór ég að huga að lamb-
inu og íhuga, hvernig ég mætti
komast .niður með það. Mér