Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 115
B L I K
113
mannahöfn, dags. í Khöfn, 10.
marz 1851 og er svohljóðandi,
auðvitað gefið út á dönsku:
„Til Enhver som det læser,
Hilsen! Herved kundgöres: At
Thoraren Haflidason er en
værdig Broder og Medlem af
Jesu Kristi Kirke af sidste dag-
es hellige, og er blevet ordineret
til Præst under vore Hænder
Dag og Datum, med det for-
samlede Præstskabs Stemme og
efter den hellige Aands Vilje i
os og authoriseres til at præd-
ike Omvendelse og Synds For-
ladelse i Navnet Jesus, og döbe
i Vandet den, som omvender sig,
og uddele Brödet og Vinen til
dem, og alt der henhörer til
hans Pligter, saa som den hel-
lige Aand skal vejlede ham, og
vi beder, at Herrens Velsignelse
maa hvile paa ham og enhver
som hörer hans Ord.
Köbenhavn den 10. marts 1851
Eratus Snow.
Apostel og Eldste i benevnte
Kirke“. Sbr. afrit meðal bréfa
amtsins og afrit sér Jóns Aust-
manns með skýrslu hans 1853.
Skömmu eftir komu Þórarins
til Eyja, kom þangað Guðmund-
ur Guðmundsson frá Ártúnum
í Oddasókn á Rangárvöllum,
seinna kenndur við Þorlaugar-
gerði. Guðmundur Guðmunds-
son hafði farið til Danmerkur
fyrir 6 árum og lært gullsmíða-
iðn í Kaupmannahöfn hjá meist-
ara í faginu, og eftir að hann
hafði tekið sveinspróf, var hann
um tíma hjá gullsmið í Slagelse
á Sjálandi og síðan eitt ár aftur
í Kaupmannahöfn, og fer svo til
Vestmannaeyja 1851, en til
Kaupmannahafnar hefur hann
farið 1845 frá Ártúnum. Hann
er þá hjá Halldóri Þórðarsyni
smið í Ártúnum, tengdasyni
Magnúsar bónda Árnasonar, er
einnig bjó í Ártúnum í tvíbýli
móti Guðmundi Benediktssyni.
Guðm. mun hafa lært síðar hjá
Halldóri, eins og Þórarinn hjá
Sigurði Einarssyni á Kirkjubæ,
og báðir farið utan til frekara
náms. Guðmundur er utan sex
ár samfleytt, og Þórarinn þrjú
til fjögur ár. Þriðji íslenzki
mormóninn kemur hingað einn-
ig frá Kaupmannahöfn 1851, Jó-
hann Jóhannsson (Johannes-
sen) snikkari. Hann fer til
Keflavíkur og er þar hjá Duus
kaupmanni í árslok þ. s. ár,
en f er til Kaupmannahaf nar aft-
ur 1852. Hvaðan þessi maður
hefur verið upprunninn og um
ætt hans, hefur eigi verið kunn-
ugt. En hann var Vestmannaey-
ingur og fyrsti mormóninn þar
fæddur. Hefi lýst þessu nánar á
öðrum stað.
Þórarinn og Guðmundur
munu hafa kynnzt, er þeir voru
að alast upp í Rangárvallasýslu.
Venzl voru milli ættfólks þeirra,
því að Niels Þórarinsson, föður-
bróðir og fósturbróðir Þórarins,