Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 45
B L I K
43
í þinghúsi bæjarins til þess þar
að ræða við Eyjabúa um stofn-
un fasts barnaskóla í sveitarfé-
laginu.
Málaleitan þessi fékk hinar
beztu undirtektir hjá Eyjabú-
um. Jafnframt því að sam-
þykkja, að skólinn tæki þá þeg-
ar til starfa í einhverri mynd
um haustið, samþykktu Eyjabú-
ar að byggja skyldi nýtt barna-
skólahús og hlaða það upp úr
höggnu grjóti eins og Austur-
búðin þá var byggð um sumarið.
Samþykktu Eyjamenn að
höggva til grjótið í skólahúss-
veggina í þegnskylduvinnu og
flytja það sömuleiðis endur-
gjaldslaust á byggingarstað.
Eftir fund þennan var séra
Brynjólfi sóknarpresti falið að
gera áætlun um kostnað við
skólabygginguna, timburkaup,
kalk og smíðalaun.
Um haustið 1880, 25. sept.,
tók síðan sýslunefndin bygging-
armál skólans fyrir á fundi sín-
um. Þar lét hún bóka þetta:
„Með því að það hefur verið
lagt fyrir almenning hér í Eyj-
um að koma á stofn barnaskóla,
er almenningi og sýslunefndinni
þykir mjög nauðsynleg stofnun,
einkum sökum þeirrar frekari
uppfræðslu í skrift og reikningi,
sem samkvæmt lögum 9. jan. þ.
á. ber að veita börnum, fram-
lagði sóknarpresturinn áætlun
um byggingarkostnað hins á-
formaða barnaskólahúss að svo
miklu leyti, sem útheimtist til
timburkaupa, kalks og smíða-
launa, en grjót til veggja hefur
almenningur undirgengizt að
höggva og flytja ókeypis á þann
stað, sem húsið yrði byggt.
Samkv. þessari áætlun nemur
kostnaðurinn hér um bil 2000
króna. Með því að nefndin gerir
ráð fyrir, að 500 krónur af þess-
ari upphæð geti fengizt úr
hreppssjóði, álítur hún, að hún
mundi geta komizt af með 1500
króna lán, er hún vonar að geta
fengið úr landssjóði. En áður en
þess væri farið á leit, áleit hún
nauðsynlegt að leita álits
hreppsnefndarinnar um það,
hver endurborgunarkjör henni
mundi þykja aðgengileg, þegar
tillit er tekið til hags sveitar-
innar.“
Undir þessar samþykkt sýslu-
nefndar skrifa þeir sýslunefnd-
armennirnir M. Aagaard, sýslu-
maður, séra Brynjólfur Jóns-
son, Árni Einarsson, bóndi á
Vilborgarstöðum, Gísli Stefáns-
son, bóndi í Hlíðarhúsi og Ingi-
mundur Jónsson, bóndi á Gjá-
bakka, sem var varamaður í
sýslunefnd, en aðalmaður var
Ingimundur Sigurðsson, bóndi í
Draumbæ.
Þetta sama sumar undirbjó
hreppsnefnd Vestmannaeyja
stofnun og starfrækslu bama-
skólans samkvæmt almennri
samþykkt Eyjabúa.
Þ. Þ. V.