Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 8
6
B L I K
Þá hugsar unglingurinn: „Það
er hægt að vera úti þangað
til.“
Á sumum heimilum eru svo
þeir, sem unglingarnir eiga að
taka sér til fyrirmyndar, alls
ekki þess verðir. Jafnvel for-
eldrarnir sjálfir. Faðirinn reyk-
ir og drekkur. Ekki er það góð
fyrirmynd. Móðirin reykir, og
ekki er það heldur til fyrir-
myndar. Ef til vill staupar hún
sig stundum líka. Þetta veit
unglingurinn. Geta foreldrarn-
ir gert kröfu til þess, að börnin
sýni meiri þroska og sjálfsaf-
neitun en þeir sjálfir? Hverjir
eiga að vera þeim til fyrir-
myndar, ef ekki foreldrarnir?
Ef til vill neyta líka eldri syst-
kini þessara eiturlyfja. En
svona er ekki ástatt um öll
heimili og foreldra, sem betur
fer. Þannig er aðeins nokkur
hluti þeirra. Mikill meiri hluti
foreldranna er enn myndarfólk,
sem skilur og veit hið ábyrgð-
armikla hlutverk sitt varðandi
uppeldi barnanna og ungling-
anna. Heimilin þeirra eru
styrkustu stoðir þjóðfélagsins.
Framtíð þess byggist á þeim.“
Þetta var þá kjarninn í rit-
gerð eins nemanda Gagn-
fræðaskólans um þessi æsku-
lýðsmál. Og eins og fram er
tekið, þá tjáir Brynja Hlíðar
hér hugsanir fjölmargra jafn-
aldra sinna í skólanum, þeirra,
sem annars gera sér nokkra
grein fyrir þessum málum.
Ég hygg, að fjölmargir for-
eldrar hér í bæ hugleiði meir
þessi mál nú en oft áður. Ég
leyfi mér að draga þá ályktun
af foreldrafundi þeim, sem
Gagnfræðaskólinn boðaði til og
hélt 26. nóv. s.l. Það var með
bréfi gert vitanlegt öllum heim-
ilum í bænum, sem stóðu á
einhvern hátt að nemendum 1
skólanum, að erindi skólans við
foreldrana væri fyrst og fremst
það, að stofna til samvinnu og
samstöðu heimilanna og skól-
ans í bindindismálum æskulýðs-
ins og öðrum velferðarmálum
hans. Um 160 foreldrar mættu
til viðtals í skólanum þenn-
an dag, flest mæður. Ég gat
ekki annað en fundið, að vel-
vilji til skólans og samhug-
ur ríkti gagnvart þessum
málum og ríkur skilningur
á því, hve óreglan í alls
kyns myndum á ríkan þátt í
að tortíma bamaláni foreldra
og lífshamingju. En þá vil ég
vinsamlegast biðja foreldra að
íhuga það vandlega, að sjálfs-
afneitun okkar sjálfra um eit-
urlyfjanautnir er fyrsta skil-
yrðið til að skapa okkur sterka
áhrifaaðstöðu í þessum sem
öðrum þætti uppeldisstarfsins.
Ég finn bezt sjálfur, hve höllum
fæti ég stæði um þessi mál, ef
ég neytti sjálfur þessara eitur-
lyfja. Þá neyddist ég til að