Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 23
B L I K
21
koma lundaveiðamar, sem hald-
ast við til sláttar, og hafa þá
karlar og konur nóg að sýsla.
Eftir lundatímann kemur hinn
stutti túnasláttur, og er hann
byrjaður seint í 13. vikunni og
helzt við þangað til í 16. Þá
er nú farið að flytja lömbin af
Heimalandinu (en þangað til
ganga þau undir ánum) í út-
eyjarnar. Stundum eru þau ekki
heldur flutt fyrr en eftir fýla-
ferðir. Þessu næst byrja fýla-
súlna- og pysjuveiðarnar og
haldast við til þess 20 vikur eru
af sumri. Þá koma landferðir
(kaupferðir), úteyjaferðir og
eins útivinna, þar til 2 vikur af
vetri. Þá byrjar tóvinnan og
helzt við til vertíðar. Þó em
karlmenn á þessum tíma annað
hvort að róa, smíða eða gera
Ivið skip' sín, sauma seg) og
skinnklæði og búa sig undir ver-
tíðina með ýmis áhöld og vefa,
því að karlmenn vefa hér oftast
nær (en hér em 12 vefstaðir).
En við og við, helzt á haustin
og sumrin, er verið að róa til
fiskveiða á julunum, og á vorin
og einkum á haustin gera menn
helzt við eður byggja að stofni
hús og garða. Þetta er nú sú
helzta vinna hérna, og má með
fullu sanni segja að óvíða muni
eins mikið að vinna sem hér, og
rangindi era það, þegar Eyja-
búum er brigzlað um leti og ó-
mennsku".
Þegar við svo hugleiðum þess-
ar annir allar árið í kring, vakn-
ar sú spurning, hve nær heimil-
in eða heimilisfólkið hafi eigin-
lega haft tíma til að sinna lestr-
arkennslu barnanna og kristin-
fræðináminu, kenna börnunum
sálma, vers og bænir og annað,
sem orka skyldi á siðgæði þeirra
hér í lífi og tryggja þeim sálu-
hjálp og sælu samkvæmt tíð og
trú. Mundi það ekki helzt hafa
verið í nóvember og desember,
eða þegar tóvinnan hófst, segla-
og sjóklæðasaumurinn og vefn-
aðarstarfið? En þá var það
einnig, sem unglingarnir þurftu
sjálfir að læra þessi verk, því
að þau urðu „sett í askana“ en
bókvitið ekki, eins og hugsað
var þá og sagt
Með konunglegri tilskipan 6.
júní 1827 var afráðið að stofna
sérstakt læknisembætti í Vest-
mannaeyjum. Með því embætti
var ætlunin öðrum þræði sú, að
vinna bug á ginklofanum. Nítj-
án ár liðu, og störfuðu fjórir
læknar í Eyjum þau árin, án
þess að nokkuð drægi úr barna-
dauðanum af völdum ginklofans.
Árið 1847 sendi stjórnin
Schleisner lækni til þess að
rannsaka ginklofann og finna
ráð við honum. Stjórnin lét
byggja sérstakt hús í Eyjum,
fyrir sitt eigið fé að mestu leyti
a.m.k., þar sem leggja skyldi
inn sængurkonur. Það var kall-
að ,,Stiftelsið“. Þegar Schleisn-