Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 126
Landakirkja
Á undanförnum árum hafa
miklar endurbætur og breyt-
ingar átt sér stað á Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum bæði
utan veggja og innan. Vissu-
lega hafa Eyjabúar sýnt það
í verki, að þeir kunna að meta
þessa veglegu kirkju, sem er
ein elzta kirkja landsins og
glæsilegt guðshús á íslenzkan
mælikvarða. Á næstliðnum ár-
um hafa eikarbekkir verið sett-
ir í kirkjuna, keypt í hana stórt
og fullkomið pípuorgel, „haust-
mannaloftið" svo kallaða tekið
burtu og ýmsar aðrar breyting-
ar gerðar til bóta á lofti kirkj-
unnar. Mesta átakið hefur þó
orðið það að byggja við kirkj-
una veglegan og voldugan
stöpul, sem gjörbreytir útliti
hennar, setur hana vold-
ugleikablæ og tignarsvip. Eru
þá ekki gleymd þau þægindi öll
við notkun kirkjunnar, sem
leiðir af viðbygging þessari og
stækkun bæði fyrir sóknar-
bömin og hina ráðandi menn
guðshússins.
I byrjun októbermánaðar
1959 komu kirkjulegir gestir
til Vestmannaeyja. Sjálfur
biskupinn yfir Islandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, prófast-
urinn í Kjalarnesþingi, séra
Garðar Þorsteinsson, og sókn-
arprestur í Hallgrímssókn í
Reykjavík, séra Sigurjón Árna-
son, heimsóttu Eyjarnar til
þess að taka þátt í vígslu hins
nýbyggða stöpuls Landakirkju.
Hinn 4. október fór vígslan
fram. Hún hófst kl. 2 um dag-
inn með því að biskup, prófast-
ur, sóknarprestar og sóknar-
nefnd gengu í skrúðgöngu frá
barnaskólahúsinu til kirkju
með ýmsa kirkjumuni. Fremst-
ir fóru þeir Páll Eyjólfsson,
sóknarnefndarformaður, og
Þórður Gíslason, meðhjálpari,
og bám tákn hins trúarlega
ljóss í höndum sér, kerti kirkj-
unnar.
Næstir á eftir þeim gengu
þeir Björn Finnbogason og
Steinn Ingvarsson, sóknar-
nefndarmenn. Bjöm bar hand-
bók í hendi en Steinn biblíu.
Næstir þeim fóm Steingrímur
Benediktsson og Friðfinnur
Finnsson, sóknarnefndarmenn,
og bám hökla kirkjunnar. Þá
gengu í skrúðgöngunni sóknar-
prestarnir séra Jóhann Hlíðar
og séra Halldór Kolbeins.