Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 116
114
B L I K
var mágur Guðmundar Guð-
mundssonar, kvæntur systur
hans, og bjuggu ungu hjónin
fyrst hjá tengdaforeldrum
Nielsar í Ártúnum. Þegar gömlu
og ungu hjónin fluttu frá Ár-
túnum, 1835, varð Guðmundur
Guðmundsson eftir í Ártúnum
hjá sambýlismanni föður síns,
Magnúsi, er hann kallaði fóstra
sinn. Guðmundur var 10 vetra,
er faðir hans fór frá Ártúnum,
en þeir voru nær alveg jafn-
gamlir, Þórarinn og Guðmund-
ur, er fæddur var 10 marz 1825.
Guðmundur Guðmundsson var
fermdur á Trinitatishátíð 1840
1 Oddakirkju, af þáverandi
sóknarpresti að Odda, séra
Helga Thordersen, síðar bisk-
upi.*
Fær Guðmundur þennan vitn-
isburð af sóknarpresti sínum
við ferminguna: ,,Rétt vel að
sér, siðsamur og vel gáfaður.“
Sigríður systir hans er isögð
,,vel kunnandi, siðfegrandi ung-
lingur“, hafa þau systkin verið
greind og góðum hæfileikum
gædd.
I Kaupmannahöfn hafa þeir
félagar, Þórarinn og Guðmund-
ur, fljótt endurnýjað kunnings-
skapinn og haldið trútt saman.
Báðir hafa þeir sótt samkomur
mormóna með samstarfsmönn-
um símun og hrifizt af hinni
* Hann var faðir Stefáns Thorder-
sen sóknarprests í Vestmannaeyj-
um, 1885—1889, d. 3. apríl 1889.
nýju trú. Mormónatrúboðið
hófst frá Ameríku, og 1 New
York var fyrsti mormónasöfn-
uðurinn stofnaður 1830. Höf-
undur þessarar sértrúarhreyf-
ingar var Josef Smith. Að Josef
Smith látnum (var myrtur
1849) varð Brigham Young for-
seti mormónasafnaðarins. Söfn-
uðinum var víst naumast vært
austur 1 fylkjum í Bandaríkjun-
um og fluttist hann þá með
söfnuðinn til sléttunnar bak við
Klettafjöllin og settist að við
Saltvatnið mikla (Salt Lake) í
Utah. Mormónatrúboðar voru
sendir víða um lönd í Evrópu,
þar á meðal til Danmerkur og
hinna Norðurlandanna, og varð
þeim töluvert ágengt.
Eratus Snow, mormónapost-
uli, kom til Danmerkur 1850 og
tók að boða trúna af miklu
kappi. Tóku margir trúna, og
hvattir voru menn til að fara
til Útah og skyldu kosta kapps
um að vinna sér fyrir far-
gjaldi þangað.
Guðmundur hefir skrifað
Þórami um komu eða væntan-
lega komu trúboðans til Kaup-
mannahafnar, og eigi lét Þór-
arinn á sér standa. Saman hafa
þeir hlýtt á trúboðann og end-
urnýjað kynni sín af mormóna-
trúnni og tekið á móti hinum
nýja fagnaðarboðskap með
hrifningu æskumannanna, sem
eygðu tækifæri til að byggja
upp nýjan og betri heim. Víst