Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 33
B L I K
31
sem af vankunnáttunni og
framfaraleysinu hlauzt.
Svo sem kunnugt er, og drep-
ið er á, þá samdi séra Brynj-
ólfur Jónsson ,,Lýsing Vest-
mannaeyjasóknar“ árið 1873.
Þar getur hann þess, að í Eyj-
um séu skrifandi 26 af hundr-
aði eða 151 af 570 manns, og
því 419 óskrifandi. Þessir
419 manns skiptast þannig:
Pyrir innan tvítugt 108 karl-
kyns og 40 yfir tvítugt, alls
148. Óskrifandi kvenkyns 119
innan tvítugs og 152 yfir tví-
tugt, alls 271. Þá segir prest-
ur orðrétt: ,,Það má virðast ó-
þarft að gera nákvæmari grein-
ingu en hér er gert á aldri
hinna óskrifandi, en þess skal
getið, að innan 10 ára aldurs
eru hér um 130, meðal hverra
mjög fáir geta, eins og til hag-
ar með almenna uppfræðslu
hér á landi, þar sem ei eru
barnaskólar, verið skrifandi.
Séu því aðeins þeir taldir, sem
aldursins vegna gætu verið
skrifandi, verða meðal þeirra
svo sem 34 af hundraði, er
skrifað geta/'í1). Þetta er mið-
að við áramótin 1872.
Árið 1876 tekur séra Brynj-
ólfur Jónsson það fram, að
fermingarbörnin hafi ýmist
lært Balslevs- eða Balleskverið.
Einnig hafi þau lært „sakra-
') Sjá Lýsing Vestmannaeyja-
sóknar eftir Br. Jónsson, prentuð
í Kaupmannahöfn 1918.
menntisbænir, morgunbænir,
bæn um góðan afgang, ferða-
mannabæn og flestir töluvert
af sálmum og versum“. Árið
1880 er eitt ,,fermingarbarn“
hans tvítugt að aldri. Það ár
hefur aukizt skriftar- og reikn-
ingskennslan hjá fermingar-
börnunum. Þá tekur prestur að
færa einkunn í skrift og reikn-
ingi inn 1 kirkjubækur. Ein-
kunnirnar eru í þessum orðum:
góð, allgóð, dágóð, sæmileg og
lakleg. En þau orð tíðkuðust
þá orðið í einkunnarákvæðum
reglugjörða þeirra barnaskóla,
sem þá þegar voru stofnaðir og
starfræktir í landinu. Enda var
nú stofnun barnaskóla í Vest-
mannaeyjum í undirbúningi og
tók hann til starfa haustið
1880.
Árið 1861, 18. febrúar, fékk
lögfræðingurinn Bjarni Einar
Magnússon veitingu fyrir Vest-
mannaeyjasýslu. Hann tók við
sýslunni í júní sama ár.
Bjarni sýslumaður var fædd-
ur og upp alinn í Flatey á
Breiðafirði, sonur Magnúsar
Gunnlaugssonar smiðs og beyk-
is þar og k.h. Þóru Guðmunds-
dóttur Schevings, sýslumanns
Barðstrendinga og síðar hins
mikla athafnamanns í Flatey
á Breiðafirði.
Bjarni sýslumaður var tæpra
30 ára, er hann settist að í Vest-