Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 38
36
B L I K
sökum fátæktar og þeirra
byrða, sem á fátækrasjóði hvíla.
Hinsvegar hefi ég í áður á-
minnztu bréfi mínu til ráðuneyt-
isns látið það í ljós, að gera
mætti örugglega ráð fyrir 150
ríkisdala skólagjöldum fyrir
þau rúmlega 80 börn, sem hér
eru á skólaaldri samkvæmt
greinargerð þeirri, sem sóknar-
presturinn hér hefur látið mér 1
té að beiðni minni. Vegalengdir
hindra ekki, að þessi börn geti
og þeim beri að sækja stöðugt
skólann.
Að minni hyggju mundi
skólaskylda vera alveg nauð-
synleg hér, til þess að slík vel-
gjörðarstofnun kæmi að sem
allra fyllstum notum.
Afleiðing hins mikla barna-
fjölda hér verður sú, að nauð-
synlegt er að skipta börnunum
til kennslu í nokkrar deildir eða
bekki, eins og hin háu stiftyfir-
völd benda á. En sú skipan
mundi svo útheimta meir en
einn kennara. En þar sem gjöld-
in að minni hyggju mundu vaxa
mjög við það, en framlög hér
hinsvegar verða að miðast við
150 ríkisdali árlega, verður með
tilliti til þess að láta einn kenn-
ara nægja. Þó yrði að skipta
börnunum í tvær deildir eða
bekki. Skyldi svo hvor deild
sækja skólann annanhvorn dag
og nema þar í þrjár stundir, sem
ég álít fulla tryggingu fyrir
góðri kennslu. Tillaga mín er sú,
að skólinn starfi í 8 mánuði ár-
lega, frá miðjum september til
miðs maímánaðar. Það mundi
henta okkur bezt, og því fremur
sem ég er einnig sannfærður
um, að bæði sýslumaðurinn hér,
svo og læknirinn og sóknar-
presturinn, sem segjast hafa á-
huga á þessu velferðarmáli,
mundu með ánægju skiptast á
að aðstoða án endurgjalds hinn
fasta kennara við kennsluna og
kenna börnunum. A. m. k. hefi
ég, síðan ég fluttist hingað,
kennt mörgum börnum skrift
og reikning endurgjaldslaust að
vetrinum.
Þar sem kennari með jafn-
mörg börn mundi hafa á hendi
æðierfitt starf, og ráða þyrfti
vel hæfan mann í það, álykta ég
að hann yrði að bera úr býtum
árlega 300 ríkisdala föst laun
fyrir utan ljós og hita og önn-
ur smærri útgjöld, sem árlega
mundu nema um 50 ríkisdölum.
Þannig mundi allur árlegur
kostnaður tæplega nema minna
en 350 ríkisdölum.
Þar sem ég áætla svo háan
hinn árlega kostnað við rekstur
skólans, en skólagjöldin hér
hinsvegar næmu aðeins 150 rík-
isdölum, samkv. áætlun minni,
kemur hér fram árlegur mis-
munur, sem nemur 200 ríkisdöl-
um, sem ég sé því miður ekki
nokkur ráð með að þetta hrepps-
félag geti staðið straum af. Þess
vegna leyfi ég mér virðingar-