Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 119
B L I K
117
;húsi, faðir Jóns gamla í Gvend-
arhúsi. Ekkert af þeirra fólki
hafði heldur skrifað undir.
Einnig eru tilnefndir Ölafur
Guðmundsson smiður í Kirkju-
bæ, kunnur sem smiður við
Herfylkingu Vestmannaeyja
seinna og þjóðhagi. og einnig
Magnús Bjarnason, er seinna
gerðist mormóni. Þótti það
einkum mikil tíðindi, að Loptur
bóndi í Þorlaugargerði, er var
mesti greindarmaður og í allra-
fremstu röð bænda í Vest-
mannaeyjum, meðhjálpari og
sáttanefndarmaður og vinur
mikill sóknarprests síns, séra
Jóns, skyldi vera meðal þeirra,
er hölluðust að mormónatrú,
eins og síðar kom fram. Þó
hafði hann eigi látið skírast, er
þetta gerðist. Jón Símonarson
í Gvendarhúsi gerðist aldrei
mormóni, né heldur Ólafur
Guðmundsson, og eigi Guð-
mundur Guðmundsson, er ég
hygg, að sé Guðmundur í Jóns-
húsi, einnig talinn í Litlakoti
(Lágakoti), áður bóndi á Vest-
urhúsum, og átti fyrir seinni
konu Margréti Gísladóttur,
móður Samúels Bjarnasonar
mormóna. Var Guðmundur einn
þeirra, er neituðu að undir-
skrifa. Þess má geta, að Jón
Símonarson var kvæntur Þuríði
Erasmusdóttur, var hún seinni
kona hans og þau bamlaus.
Hún var systir Guðnýjar Eras-
musdóttur í Ömpuhjalli, er var
með þeim í fyrstu, en tók mor-
mónatrú, þá orðin ekkja og
öldmð, en lagði samt út í það
æfintýri að fara frá Eyjunum
til fyrirheitna landsins, Utah.
Alda reis upp á móti Lopti
Jónssyni í Þorlaugargerði, er
kjörinn hafði verið fulltrúi á
Þjóðþingið 1851. Loptur fór
eigi á þingið, en Magnús Aust-
mann stúdent og hreppstjóri í
Nýjabæ, sem einnig var kjör-
inn, því að hvert kjördæmi
hafði rétt til að senda tvo full-
trúa, sat Þjóðfundinn sem kjör-
inn fulltrúi Vestmannaeyja. Til
þjóðfundarins 1851 var eigi
kosið eftir tilsk. frá 8. marz
1843, en um hana giltu sérstök
lög frá 1849, með rýmri kosn-
ingarétti. Nokkm seinna lét
Abel sýslumaður af sýslu
mannsstörfum og fluttist aftur
til Kaupmannahafnar. Hafði
hann ætíð staðið við hlið sókn-
arprestsins í hinni öflugu bar-
áttu þeirra gegn mormóna-
trúnni. Eftir Abel tók Bau-
mann við sýslumannsembættinu.
Þórarinn Hafliðason rækti
köllun sína sem mormónatrú-
boði með mikilli samvizkusemi.
Hann var trúhneigður maður
og kirkjurækinn, eins og áður
er sagt, og nú, er hann hafði
tekið mormónatrú, var hann
sannfærður um rétta trú sína,
og að hún væri í fyllsta sam-
ræmi við orð ritningarinnar.
Jesús hafði ekki skírt börn.