Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 54
52
B L I K
á síðari hluta 19. aldar skrif-
ar í minningarnar sínar eftir
aldamót nokkur íhreytuorð til
hinna nýju fiskifleytna þjóðar-
innar, vélbátanna: „Nú er orðið
of erfitt að leggja út ár, nú
verður olían að gera ganginn
að öllu leyti, og hún kostar
peninga, en er ekki gefins afl
eins og vindurinn. Á þennan
hátt glatast öll þau manndóms-
verðmæti, sem gamla sjó-
mennskan þroskaði áður. Og
því miður er það komið í ljós,
að lífi manna er ekki að öllu
betur borgið á þessum mótor-
pungum, en áður var, og jafn-
vel miður, því að þessu öllu
virðist fylgja meiri gáski og
glannaskapur en áður, og öll
aðgæzla og ábyrgðartilfinning
formanna jafnvel að hverfa."
Þetta voru orð gamla og
reynda sjómannsins, Jóns Jóns-
sonar frá Hlíðarenda. Sagan
endurtekur sig. Heimur fer svo
oft versnandi í augum okkar,
þegar við eldumst og gerum
okkur ekki grein fyrir því, að
tímamir breytast og mennirn-
ir með, a. m. k. þeir, sem ekki
verða að einskonar andlegum
steingjörvingum þegar á unga
aldri. Þannig er venjulega var-
ið hinum þungu og oft ósann-
gjörnu dómum, sem aldraða
kynslóðin kveður upp um æsku-
lýðinn hverju sinni, svo að
nefnt sé eitt dæmi, þar sem
þessi saga endurtekur sig svo
að segja daglega.
Mér eru engar heimildir
kunnar um það, að fyrr hafi
íslendingar siglt litlum vélbáti
heim til Fróns yfir hina djúpu
Atlantsála frá öðrum löndum.
Álykta ég þess vegna, að þessi
sigling Sigurðar Sigurfinnsson-
ar og Símonar Egilssonar hafi
verið sú fyrsta sinnar tegund-
ar með þessari þjóð.
Framtakið var afrek, sem fá-
ir hefðu þá haft kjark og dugn-
að til að inna af hendi nema af-
burðamenn eins og Sigurður
Sigurfinnsson, eins og allt var
þá í hendur búið sjófarendum,
siglingatæki og tök, vélar og
voðir. Siglingafræði mun Sig-
urður Sigurfinnsson hafa lært
af sjálfum sér við lestur bóka
á því sviði. Hann var afbragðs
sjómaður, gætinn og hugrakk-
ur, og hin mesta aflakló.
Sigurður Sigurfinnsson var
fæddur 6. nóv. 1851 að Yzta-
bæliskoti undir Eyjafjöllum,
sonur Sigurfinns bónda þar og
í Yztabæli Runólfssonar. Kona
Sigurfinns bónda og móðir Sig-
urðar var Helga Jónsdóttir
bónda að Brekkum í Holtum
Jónssonar.
Sigurður Sigurfinnsson flutt-
ist til Vestmannaeyja 1872.
Þar giftist hann Þorgerði