Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 93
B L I K
91
Já, þarna gengum við allar
sjö (ég, og kýmar sex) og vor-
um allar djúpt hugsandi! Ég
var einmitt að hugsa um, hvað
allir hlytu nú að vera ánægðir
og áhyggjulausir á svona fögr-
um degi, þegar ég heyrði allt í
einu veikt tíst, sem var síður en
svo ánægjulegt, heldur var það
veiklulegt og vanmáttka, svo að
ég fór að líta betur í kring um
mig. Kom ég þá auga á litla
gráa þúst, sem bærðist aðeins.
Gekk ég þar að til að sjá betur
og sá þá, að þetta var lítill and-
arungi, og var móðirin auðsjá-
anlega búin að jrfirgefa hann.
Hafði hann víst legið þarna
lengi, því að hann gat aðeins
bært á sér. Nú var ég ekki leng-
ur að hugsa um yndisleika nátt-
úmnnar. Ég var einnig búin að
gleyma kúnum. Ekkert komst
að í huga mínum nema litli ung-
inn. Tók ég hann upp og hljóp
við fót alla leiðina heim.
Þegar ég kom heim móð og
másandi, stóðu hjónin úti á
hlaði. Höfðu þau séð til ferða
minna og héldu, að eitthvað
hefði komið fyrir. Létti þeim
mikið, þegar þau sáu, að ekki
var um neitt alvarlegra að ræða
en þetta. Bóndi fór til þess að
halda áfram með kýrnar í hag-
ann, en ég og húsfreyja fómm
með ungann inn í bæ. Dúðuðum
við hann í ull og reyndum að
koma ofan í hann mjólk og
fiski, sem var mulinn í smátt.
Einhvern veginn komum við of-
an í hann. Svo setti ég hann í
kassa undir eldavélina í hitann
og leið ekki á löngu, þar til hann
sofnaði vært.
Eftir nokkra daga var hann
farinn að vappa um í eldhúsinu
og tísta við og við. Heyrðist
okkur hann alltaf segja „dodd,
dodd,“ svo að við skírðum
hann Dodda.
Svo einn daginn fór ég með
hann út á hlað og setti hann
niður hjá hænuhópnum. Kom
þá ekki ein hænan, sem við köll-
u ðum Gullu, með ungana sína
þrjá, og kjagaði til Dodda og
var eins og hún væri að gæla við
hann. Hann virtist ekki kunna
því svo illa. — Einn hafði
bætzt í hópinn, þegar Gulla
vappaði af stað. Var svo yndis-
legt að horfa á þetta, að ég
fékk tár í augun, og ég vissi
einnig, að nú væri Doddi búinn
að fá nýja mömmu, sem myndi
annast hann eins og sitt eigið
afkvæmi. Og það sýndi sig líka,
því að Doddi varð fallegri og
sterklegri með hverjum degin-
um sem leið, enda var hann stolt
og eftirlæti Gullu gömlu.
Svo leið siunarið og Doddi
var orðinn stór, en samt leit
ekki út fyrir, að hann vildi fara
burtu frá okkur, því að hann
kom jafnan aftur, þó að hann
flygi stundum frá bænum.
En þrátt fyrir allt, var ég
kvíðin. Mér fannst ég finna það