Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 6
4
B L I K
ins veltur á því, hvernig hon-
um tekst yfirleitt að inna það
starf af hendi. Þar fer saman
hin sanna gæfa og hið sanna
gengi uppalandans sjálfs og
þjóðfélagsins.
Margt hefur á þessu hausti
verið rætt um æskulýðinn í
bænum, óknytti hans, setur á
ölkránum og eiturlyfjanautnir.
Vitaskuld er aðeins lítill hluti
unglinga hér í bæ bendlaður við
þennan ósóma og ánetjaður
þessum ófögnuði. Ég hef í til-
efni þessa látið nemendur í 4.
bekk og 3. bekkjardeildum
semja heimaritgerðir um ,,Ö1-
krárnar í bænum og æskulýð-
inn.“ Ég leyfi mér að birta
meginið af ritgerð Brynju Hlíð-
ar, nemanda í 4. bekk. Sú rit-
gerð er einskonar þverskurður
af ritgerðum flestra hinna nem-
endanna. Þarna er litið á hlut-
ina af sjónarhóli ungmennis,
sem heyrir, skilur og veit, en
er þó sjálft aðeins áhorfandi en
ekki þátttakandi í hinu hörmu-
lega og þjóðhættulega sjónar-
spili. Sjónarmið æskumannsins
er okkur ávallt nauðsynlegt að
vita, ef gagnkvæmur skilning-
ur á að koma til greina. Án
hans verða vandamál þessi
naumiast leidd farsællega til
lykta.
Brynja Hlíðar skrifar á þessa
leið um „Ölkrárnar og æsku-
lýðinn“:
,,Á þessu máli eru að minnsta
kosti tvær hliðar. Önnur snýr
að æskulýðnum, hin að heimil-
unum. Æskulýðurinn er félags-
lyndur. Það er ekki eðli hans
að fara einförum, Æskumaður-
inn leitar jafnaldra sinna og
vill vera þar, sem eitthvað
skeður og eitthvert líf er.
Æskulýðurinn og fullorðna
fólkið eiga ekki vel samleið í
þessum efnum.
Þetta eru m.a. ástæðurnar til
þess, að unga fólkið sækir út.
Það fer í kvikmyndahús. Það
sækir út á götuna á kvöldin.
Og síðast en ekki sízt leggur
það leið sína inn í ölkrámar.
Er það nokkuð óeðlilegt? •—
Þar geta unglingarnir safnazt
saman. Þar geta þeir talað
um allt milli himins og jarð-
ar. Og þar geta þeir skemmt
sér í návist hvers annars. En
svo á það sér einnig stað, að
æskumaðurinn leiðist út á verri
brautir, fer t. d. að reykja og
drekka.
Hér í bæ gera of margir ung-
lingar mikið að því að sitja inni
á ölkránum við reyk . En hvers
vegna fara þeir að reykja? Jú,
það er mannalegt og freist-
andi að fylgja hinum eldri eft-
ir, gera eins og fullorðna fólk-
ið. Það er mannleg tilhneiging.
Það sannast bezt í leikjum
barna. Þetta vil ég láta full-