Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 184
182
B L I K
og hafði gengt ljósmóðurstörf-
um í Eyjum í 38 ár. Ekki vildi
Þórunn þó sækja um stöðuna,
fyrr en hún hafði lokið námi.
I maí 1923 tók taugaveiki að
geisa í Eyjum. Hópur manna
tók veikina. Þá varð að ráði að
jera gamla goodtemplarahúsið
að sjúkraskýli. Þangað voru
brátt fluttir 32 sjúklingar. Sal-
ir hússins, sem voru tveir, voru
hólfaðir sundur með lérefts-
tjöldum í minni vistarverur, og
voru nokkrir sjúklingar í
iverju ,,herbergi“. Eitt her-
bergið var mjög lítið og ætlað
iauðvona sjúklingi.
Þórunn Jónsdóttir var ráðin
hjúkrunarkona yfir taugaveik-
issjúklingunum. Með henni
starfaði frk. Henriksen, lærð
hjúkrunarkona, síðar eiginkona
Odds kaupmanns og skósmíða-
meistara Þorsteinssonar. Þess-
um hjúkrunarkonum til aðstoð-
ar starfaði Guðrún Pálsdóttir
ökumanns frá Laufholti Sig-
urðssonar. Eitt af skyldustörf-
um hjúkrunarkvennanna var
að sækja heim á heimilin tauga-
veikisjúklingana, bera þá út úr
híbýlum sínum og flytja þá í
sjúkraskýlið. Þessi flutningur
reyndist þeim svo erfitt verk,
að þær kvörtuðu og töldu sig
naumlega geta innt hann af
hendi. Enginn karlmaður virt-
ist þó fáanlegur til þess að létta
þessu erfiða starfi af hjúkrun-
arkonunum sökum hræðslu við
veikina. Þá var það sem að-
ventistaleiðtoginn hér, O. J.
Olsen, tók að sér þetta erfiða
verk. Hann bar síðan sjúkling-
ana út í fanginu og lagði þá
í sjúkrakörfu. Síðan bar hann þá
afturúr henni inn í sjúkraskýlið.
Þrír sjúklingar dóu af þeim
32, sem lagðir voru þarna inn.
Dag nokkurn var lítill dreng-
ur fluttur úr heimili sínu niður
við Strandveg í sjúkraskýlið.
Hann hafði þá legið heima
rænulaus eða rænulítill 1 tvo
sólarhringa. Fluttur var hann
í herbergi hinna dauðvona.
Nokkrum tímum eftir að hann
var lagður þar í rúmið, var
Þórunn Jónsdóttir að þvo gólf-
ið í herberginu. Heyrir hún þá,
að drengurinn segir veikum
rómi: „Þóra, gef mér köku.“
Þórunn brá fljótt við og sinnti
sjúklingnum litla. Nærðist
hann á mjólk og fleiru, og fór
honum dagbatnandi eftir þetta.
I 5 vikur hjúkraði frk. Hen-
riksen þarna í goodtemplara-
húsinu með Þórunni við mjög
góðan orðstír. Eftir að hún
hætti, annaðist Þórunn ein
hjúkrunarstarfið í sjúkraskýl-
inu. Voru þá 18 sjúklingar eft-
ir í húsinu og fór þeim dag-
batnandi flestum. Alls hjúkraði
Þórunn þarna í 8 vikur. Þá
voru allir sjúklingarnir orðnir
hraustir nema tveir. Þeir voru
fluttir í Gamla spítalann, nú
húseignin nr. 20 við Kirkjuveg.