Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 177
B L I K
175
landa voru þar einnig til og
lesnar, Árbækur Espolíns og
fleiri prentaðar lindir fróðleiks
og skemmtunar.
f tómstundum spiluðu oft
hjúin í Nýborg alkort. Stund-
um voru húsbændurnir með við
spilaborðið.
Niðursetningum var oft
komið fyrir hjá Nýborgarhjón-
unum. Þótti þeim þar mörgum
gott að vera, ekki sízt vegna
mannkærleika og mannlundar
Þórönnu húsfreyju.
Sigurður Þorsteinsson frá
Flóagafli segir í bók sinni Þor-
lákshöfn frá hrakningi opins
skips, er hann var háseti á
vetrarvertíðina 1883. Formaður
var Þorkell Þorkelsson frá Ós-
eyrarnesi. Skipshafnarmenn
komust að lokum í franska
skútu, sem skilaði þeim loks til
Vestmannaeyja. Sigurður
hreppstjóri Sigurfinnsson fór
út í skútuna á juli, þegar skip-
stjóri gaf merki og óskaði að
hafa samband við menn í landi.
Þegar Sigurður hreppstjóri
fékk að vita erindi skútunnar,
reri hann aftur í land til þess
að sækja stærri fleytu til að
flytja á í land hina fjölmennu
skipshöfn. Með því að ýmis-
legt í frásögn Sigurðar Þor-
steinssonar felur í sér kynningu
á Sigurði Sveinssyni í Nýborg
og heimilinu þar, óska ég að
taka hér upp stuttan kafla úr
henni. Frásögn Sigurðar Þor-
steinssonar gefur okkur einnig
hugmynd um það, hvernig
Eyjabúar reyndu eftir mætti að
sigrast á einangruninni og sam-
gönguleysinu með flöskuskeyt-
unum algengu þá.
S. Þ. segir svo frá: „Þegar
Sigurður Sigurfinnsson lenti
með okkur við bryggju í Vest-
mannaeyjum* var auðséð, að
fregnin um væntanlega komu
okkar hafði breiðzt fljótt út,
því að þar var staddur fjöldi
fólks, er tók okkur með fögn-
uði og vinahótum, og voru þá
margir búnir að ákveða að taka
til sín, sumir einn og sumir tvo
af okkur félögunum, og á end:
anum varð úr því hálfgerð óá-
nægja hjá þeim, sem engan
gátu fengið til sín. Sigurður
Sveinsson, trésmiður, bauð mér
til sín ásamt öðrum til, og þess
utan urðu allir félagarnir að
koma til hans fyrst og þiggja
góðgerðir. Morguninn eftir
bauð Sigurður mér að koma
með sér inn á Eiði og sjá, hvern-
ig hann færi að því ,,að senda
póstinn,“ en pósturinn var
flaska með nokkrum bréfum í,
ekki man ég hvað mörgum, og
nokkrum aurum til finnandans.
Frá tappanum var vel gengið
og lakkað yfir stútinn. Bréfin
* Hér mun átt við Austurbúðar-
bryggjuna.