Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 98
96
B L I K
Úr ritgerðum nemenda um:
„Bæjarlífið"
En hvað þýðir fyrir
foreldra að halda heila fyrir-
lestra um spillingu og eitur-
lyfjaneyzlu unglinganna, ef
foreldrarnir sjálfir reykja og
drekka. Unglingunum dytti á-
reiðanlega ekki í hug öll þessi
eiturlyfjaneyzla, ef þeir sæju
hana ekki fyrir hér hæði innan
og utan heimilanna . .. . “
Sigriður Helgadóttir,
4. b.
,,.... En hverskonar heimili
eru það, sem reyna ekki að
gæta unglingsins, meðan hann
er að þroskast, heldur láta
arka að auðnu um framtíð
hans og líða honum að leiðast
út á ógæfubrautir ?
Agústa Pétursdóttir,
4. bekk.
„. .. . Það er auðvitað gott
fyrir unglingana að lyfta sér
upp öðru hvoru. En fyrir sum-
um fer þetta út í öfgar, og þeir
slæpast úti á hverju kvöldi og
sækja dansleiki, jafnvel hversu
ómerkilegt og auðvirðilegt
skrallið er. Þetta verður að
vana hjá þeim, og þeim finnst
síðan, að þeir geti ekki án
þessa verið. Foreldrarnir eiga
sinn þátt í því, að krakkamir
verða svona. Þeir gera sér ekki
nóg fara um að halda í heimil-
inn á unglingunum. Til er það
líka, að sumir foreldrar virðast
fegnir að losna við unglingana
út á götuna.
Lilja Óskarsdóttir frá Grimsey,
4. b.
Heimilin hér í bæ eru upp og
ofan, alveg eins og annars
staðar, bæði afbragðsheimili og
svo sæmileg.
Æskulýðurinn, sem elst upp
á þessum heimilum, er sagður
mjög spilltur; svo segir eldra
fólkið. Áður á ekkert að hafa
þekkzt jafn ósiðlegt og nú.
Unglingarnir eru taldir miklu
verri nú en áður var. Það mál
styð ég alls ekki. Ég er hand-
viss um, að þeir hafi verið mis-
jafnir í „gamla daga“ alveg eins
og nú.
Allt ætlaði af göflunum að
ganga, þegar Rock’n roll kom
til sögunnar. Aldrei hafði sézt
neitt líkt því áður. Eldra fólk-
ið hnussaði og sveiaði í allar
áttir, en flestir voru þá búnir
að gleyma sínum yngri árum,
þegar þeir á morgnana ör-
magna af þreytu lyppuðust nið-
ur, eftir að hafa dansað „char-
lesstone“ alla nóttina með öll-
um þeim ósköpum, sem þeim
dansi fylgdu. Nú er „rokkið“
að mestu gengið yfir og í þess