Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 214
212
B L I K
var einn af jarðabændum í Eyj-
um.
Þá fannst Frikku sér ósam-
boðið að stíga fæti inn fyrir
þröskuldinn á bólstaðnum þeirra
veiðimannanna og þiggja þar
nokkurn beina. Strákarnir höfðu
bæði skömm og gaman af þessu
hispri hennar, glettust við hana
og slógu henni gullhamra. Hún
sló þá til hnakka, fussaði og
sagði, að af þeim öllum væri
„viðurstyggileg karlmanna-
lykt“, eins og hún orðaði það.
Þá var það, að Erlendur auga
hafði orð á því, að Frikka gengi
með óvenjulega stórt og þykkt
fíkjublað. Fyrir þessa fullyrð-
ingu fékk hann vel úti látið
kjaftshögg hjá Frikku svo að
small í. Erlendur gekk lengi með
glóðarauga á eftir og fékk við-
urnefnið af því, og Frikka var
um tíma kennd við fíkjublaðið.
„Fáir vissu betur en ég,
hversu fíkjublaðið hennar ...“
Hann var dr júgur með sig, þessi
gallharði piparhlunkur, þegar
hann fór að segja mér af
kvennamálmn sínum frá dugg-
arabandsárunum, hvernig hann
gat vafið þeim um fingur sér
og gert þær bálskotnar í sér, já,
alveg veikar, sagði hann. Þann-
ig verður óskhyggjan stundum
að lýsandi stjörnum veruleikans
í hugum okkar, þegar aldurinn
færist yfir, hugsaði ég, en sagði
það auðvitað ekki.
En Manga þá, hvernig skap-
aðist henni viðurnef nið ? Þá
hló Geirmundur gallharður
drýgindahlátri og kvaðst sjálf-
ur bezt hafa vitað, með hve
miklum sanni hún hefði borið
það viðurnefni. Fannst mér þá
nóg um drýgindi hans í kvenna-
málunum og óskaði að fá fram-
hald úteyjarsögunnar:
„Með því nú að Oddsstaðamenn
og Kirkjubæjarbændur höfðu
fengið pata af fyrirhugaðri Ell-
iðaeyjarför okkar, beiddust þeir
þess, að við færðum þeim örlitla
björg í bú svo sem til vikudval-
ar í eynni. Var okkur það kært.
Við örkuðum því inn í verzlun
Gísla J. Johnsens konsúls og
kaupmanns og festum þar kaup
á dálitlu matarkroppi handa
þeim, samkvæmt matarpöntun,
sem þeir höfðu sent í land, veiði-
félagarnir í Elliðaey, sem voru
8 að tölu.
Þetta var svo matarúttektin
samkvæmt óskum þeirra:
100 pund af saltfiski, 60 pund
af kringlum (um 600 kringlur),
10 glös af hoppmannsdropum,
(til þess auðvitað að taka hroll-
inn úr lundasálunum, hugsaði
ég, en sagði það þó auðvitað