Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 71
B L I K
69
bréfi“ komi: „Ávallt skulu þeir,
er heimili eiga í Vestmanna-
eyjum, hafa forgangsrétt að
kaupi á hlutabréfi".
Bryde kaupmaður átti ekki
heimili sitt í Vestmannaeyjum.
7. gr. Félagsmenn einir eiga
atkvæðisrétt á fundum, og hef-
ur hver um sig jafnmörg at-
kvæði og hann á marga hluti í
félaginu.
9. gr. breyttist þannig, að í
stað þriggja stjórnarmanna
skyldu nú vera fimm.
Til mála hafði komið, að hið
fyrirhugaða íshús yrði að ein-
hverju leyti grafið í jörðu. Með
því móti skyldi spara efnis-
kaup. Einnig héldu ýmsir, að
þannig gjört geymdist ís betur
í húsinu. Um þetta atriði mun
hafa verið leitað ráða til Jó-
hannesar Nordals ,í Reykjavík
og svo hins væntanlega bygg-
ingarmeistara hússins, Friðriks
Bjarnasens, bróður Antons
verzlunarstjóra. Ráðið var frá
því að byggja húsið þannig.
Hinsvegar þótti engin þörf á
að hafa timburgólf í ísgeymsl-
unni og mátti með því spara
nokkur efniskaup.
Á þessum fundi var sam-
þykkt einróma að panta efni í
íshús, sem yrði 15 álna langt
(9,4 m), 10 álna breytt (6,3 m)
og 6 álna hátt (3,7 m) að
veggjum.
Ennfremur, að stjórnin
skyldi hafa heimild til að
fjölga hluthöfum í félaginu, en
gæta þess þó, að „Eyjabúar
eigi ávallt meiri hluta hluta-
bréfanna.“
I marz 1902 var svo end-
anlega gengið frá ráðningu
Friðriks Bjarnasens, sem ráð-
inn var aðalsmiður við íshúsið.
Hann hafði áður unnið við ís-
húsbyggingar úti á landi og
hafði því nokkra reynslu í
starfinu.
Friðrik Bjarnasen kom til
Eyja í apríl 1902. Þá hafði
stjórn Isfélagsins samráð við
hann um val á staðnum, þar
sem íshúsið skyldi byggt.
Árið 1877 hafði hreppsnefnd
Vestmannaeyja undir forustu
Þorsteins læknis Jónssonar
beitt sér fyrir því, að lagður
yrði vegur neðan úr Sandi
milli króar Árna Diðrikssonar
bónda í Stakkagerði og Lárus-
ar Jónssonar hreppsstjóra, þ.e.
hið svokallaða Formannasund.
Síðan skyldi hreppsvegur þessi
liggja suður fyrir vestan þing-
húsið (nú Borg) og austan
Brandshúss (nú Batavíu) suð-
ur undir Vesturhúsatúngarð.
Þarna liggur nú Heimagata.
Forráðamenn íshússhugsjón-
arinnar völdu þennan hrepps-
veg til flutninga að hinu fyrir-
hugaða íshúsi og afréðu því að
byggja húsið spölkorn austan
við hann. Ishúsið var því byggt
vestan við Lönd eða Landakál-