Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 52
50
B L I K
Eyjamenn sér svo kallaða
bjargráðanefnd. Verkefni henn-
ar var að efla fræðslu um
slysavarnir og björgunarmál.
Sigurður Sigurfinnsson var
kosinn formaður þessarar
nefndar. Þannig atvikaðist það,
að Sigurður verður frumkvöð-
ull að sundkennslu hér í Eyj-
um. Hann beitti sér fyrir því,
að sýslusjóður styrkti þá starf-
semi árlega í mörg ár, venju-
lega með 20 kr., og kom það
svo í hlut Sigurðar Sigurfinns-
sonar að útvega sundkennara.
Einnig gekkst Sigurður fyrir
því, að landssjóður greiddi til
sundkennslunnar aðra einsupp-
hæð og sýslusjóður.
Þá skal því sízt gleymt, að
Sigurður hreppstjóri beitti sér
fyrstur manna í Eyjum fyrir
því að hafa hönd í hári er-
lendra veiðiþjófa við Eyjar.
Hann færði þá til hafnar og lét
sekta. Það var lífshættulegt
framtak á opnu skipi og síðar
smáum vélbát.
Um sína daga var Sigurður
Sigurfinnsson einn af kunnustu
hagyrðingum Vestmannaeyja
og í raun fyrsti „blaðamaður"
í Eyjum, með því að hann
sendi á prent árlega og oft á
ári fréttapistla úr sveitarfélag-
inu. Þeir eru ómetanlegar
heimildir um aflabrögð, búskap
og margt fleira varðandi af-
komu og atvinnulíf Eyjabúa
fyrir og um aldamótin síðustu.
Það er m. a. ástæðan fyrir
því, að Sigurðar Sigurfinnsson-
ar er minnzt hér að þessu sinni,
að hann vakti fyrstur manna í
Vestmannaeyjum máls á því
að þar væri aðkallandi nauð-
syn að byggja íshús. (Sjá 1.
kafla af sögu Isfélags Vest-
mannaeyja hér í ritinu).
Sumarið 1905 fór Sigurður
Sigurfinnsson til Noregs ásamt
Símoni Egilssyni í Miðey í Eyj-
um. Festu þeir þar kaup á 10
smálesta seglbát (Samanber
bréf S. S. hér á eftir) og sigldu
homun til Friðrikshafnar í Dan-
mörku, þar sem sett var vél í
bátinn. Seint í ágústmánuði var
báturinn tilbúinn til Islands-
ferðar. Um þessa sögulegu ferð
þeirra félaga til íslands skrif-
aði Sigurður Sigurfinnsson
sjálfur, og er siglingasaga
þeirra félaga birt í Óðni 1906.
Hér birtir Blik það helzta
úr henni.
Sigurður Sigurfinnsson skip-
stjóri segir sjálfur svo frá:
,,Á leiðinni var vöktum skipt
þannig, að ekki svaf nema einn
í einu 4 tíma, ef hann þá gat
sofnað, og hlutum við því, hver
um sig, að „vera uppi“ 8 tíma
í einu. Enga nótt svaf ég á
leiðinni, því að ég var þá alltaf
uppi, og svo 8 tíma um miðjan
daginn, en oftast sofnaði ég
kvölds og morgna. Óþægilegt
þótti mér að eiga við „kort“ og
reikning á hnjánum á gólfinu,