Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 155
B L I K
153
landi“, þ. e. a. s. skipshafnir
frá byggðum Suðurlandshérað-
anna fengu þai' inni á vetrar-
vertíðum.
„Enginn veit sína ævina fyrr
en öll er,“ segir máltækið. Svo
var um gömlu Nöjsomhed.
Haustið 1880 stofnaði sýslu-
nefnd Vestmannaeyja fastan
bamaskóla í kauptúninu. Drep-
ið er á tildrögin að því merka
framtaki í menningarmálum
Eyjabúa á öðrum stað hér í rit-
inu. Það varð úr, að sýslu-
nefndin varð að gera sér að
góðu húsnæði í Nöjsomhed
handa barnaskólanum. Skólinn
hafði til afnota stóra stofu í
norðurhluta aðalhæðar. Þar
var gengið inn um dyr á norð-
vesturhomi hússins. Þessar
dyr sjást á myndinni af Nöj-
somhed, sem birt er yfir þessu
greinarkorni.
Barnaskólinn starfaði í Nöj-
somhed í 4 ár, 1880—1884.
Enginn hafði fastan bústað í
húsinu þau árin, enda þótt
skólinn hefði ekki til afnota
nema nokkurn hluta þess. En
flest eða öll þessi ár og mörg
síðar var vermönnum af landi,
skipshöfnum, er hér lágu við á
vetrarvertíðum, leigt húsaskjól
í Nöjsomhed. Sérstaklega mun
lofthæð hússins hafa verið
leigð vermönnum.
Árið 1888 flytur Gísli snikk-
ari Gíslason, faðir hins góð-
kunna Jóns á Ármóti hér, í
Nöjsomhed með fjölskyldu
sína, konu, 3 börn, móður sína
og tvö vinnuhjú. Fjölskyldan
flutti frá Uppsölum, og var Jón
þá á 1. árinu. Þessi fjölskylda
bjó á aðalhæð hússins, en á lofti
vermenn. Loftið var að mestu
einn geimur en þó var þar þilj-
að af smáherbergi handa bú-
stýru vermanna. Þar svaf hún.
Helga Guðmundsdóttir, móð-
ir Jóns Gíslasonar, missti mann
sinn, Gísla Gíslason, nokkru
fyrir aldamót. Eftir það bjó
hún í húsinu með börn sín
nokkur ár, líklega til 1901 eða
1902.
Árið 1908 býr Ingimundur
Árnason í Nöjsomhed með bú-
stýru sinni Pálínu Einarsdótt-
ur. Þau áttu tvö börn saman,
Pálínu og Enok. Þessi fjöl-
skylda býr þar fram á árið
1911. Það ár er húsið rifið.
Höfðu þá tveir menn í Eyjum
keypt Nöjsomhed til niðurrifs.
Það voru þeir Kristmann Þor-
kelsson, verzlunarmaður, og
Bergur Jónsson. Þeir reistu svo
tveggja íbúða hús, þar sem
Nöjsomhed hafði staðið og köll-
uðu það Stafholt (Víðisvegur7).
Bergur Jónsson bjó í austur-
hluta hússins, sem var eignar-
hluti hans. Þennan enda húss-
ins keypti Júlíus Jónsson, múr-
arameistari árið 1921. Nokkru
áður hafði Gunnsteinn Eyjólfs-
son keypt eignarhluta Krist-
manns Þorkelssonar, vestur-