Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 29
B L I K
27
eða 13 árum eftir dauða kapt-
eins Kohl, minnist prestur hans
þar og fer viðurkenningarorð-
um um þetta ágæta fómarstarf
Kohl í þágu Eyjabúa. Þar seg-
ir prestur: „Þess má geta, að
í tíð sýslumanns A. Kohls, er
vel kunni að hemaðaríþrótt,
gengu, að hans áskoran, allt að
70 ungir menn í heræfingafélag,
þar sem kennd var regluleg
fylkingarskipun og herganga,
svo og að bera og beita byss-
um að hermanna sið. En nú er
þetta heræfingafélag að mestu
niður fallið, af því að á síðustu
ámm hefur vantað alla reglu-
lega stjórn, og enginn vemlega
tekið sig fram um að viðhalda
því. Þó er hernaðaríþrótt þessi
alls ekki gleymd þeim, er hafa
numið hana“.
Ráða má af orðum prestsins,
að hann saknar þessa herskóla,
áhrifa hans á æskulýðinn og
daglegt líf fólksins. Enda var
nú röðin komin að prestinum
sjálfum. Nú varð hann að taka
í taumana og leggja sig sjálf-
an allan fram í starfið, bæði
fræðslustarfið og uppeldisstarf
æskulýðsins að öðru leyti. Og
fjórum árum eftir dauða A.
Kohls (eða 1864) stofnaði hann
Bindindisfélag Vestmannaeyja,
sem hann var foringi fyrir og
bar uppi til dauðadags.
Það er ánægjulegt að
skyggnast í kirkjubækur þær,
sem séra Brynjólfur færði í
prestskapartíð sinni. Þær bera
prestinum fagurt vitni. Þær
em mjög læsilegar, nákvæm-
ar og hafa ýmsan fróðleik að
geyma, sem er þar dreginn
saman lesandanum til glöggv-
unar og tímasparnaðar.
Þegar séra Brynjólfur gerð-
ist aðstoðarprestur í Vest-
mannaeyjum (1852), bjuggu
þar 409 manns (sjá manntals-
töfluna). Þegar hann gerðist
þar sóknarprestur (1860) hafði
fólkinu fjölgað um tæplega 100
manns. Og hundraðstala hinna
ólæsu innan 10—12 ára aldurs
fór sífellt hækkandi ár frá ári.
Heimilin vanræktu æ meir og
meir það kennslustarf, sem
þeim lögum samkvæmt bar að
inna af hendi. Þessa staðreynd
sannar síðasti dálkurinn í eft-
irfarandi skýrslu. L þýðir þar
læsir. Ól., ólæsir. (Sjá næstu s.).
Skýrsla þessi er tekin saman
eftir húsvitjunarbókum Vest-
mannaeyjasóknar, sem séra
Brynjólfur hefur fært. Séra
Stefán Thordersen, sem varð
sóknarprestur í Eyjum eftir
séra Brynjólf, hélt hans upp-
tekna hætti um færslur og ná-
kvæmni kirkjubókanna. En við
dauða hans, 1889, var hætt að
geta þess í kirkjubókum Landa-
kirkju, hversu margir Eyjabú-
ar væm læsir eða ólæsir á hin-
um ýmsu aldursskeiðum, enda
þá komin breytt viðhorf. M.a.
var þar kominn á stofn fastur