Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 37
B L I K
35
fram með ákveðnar tillögur að
svo stöddu, en málið sé þannig
vaxið, að ríkisvaldinu beri helg
skylda til að bera umhyggju
fyrir siðferði og fræðslu barn-
anna, og væntir hann því, að
ráðuneytið leiti álits stiftyfir-
valdanna um uppástungu hans
um það, hvernig mætti koma
henni í framkvæmd."
Dómsmálaráðuneytið danska
skaut þessari hugmynd til Stift-
yfirvaldanna yfir Islandi, eins
og lög gerðu ráð fyrir eða venja
var og leitaði fræðslu þeirra og
álits um málið.
Stiftyfirvöldin skrifuðu síðan
Bjama sýslumanni vinsamlegt
bréf varðandi skólamálið í sept-
ember 1867. Voru þá nær 10
mánuðir liðnir frá því að sýslu-
maður reifaði málið fyrst í bréfi
sínu til dómsmálaráðuneytisins.
Áður en sýslumaður nú svar-
aði hinu vinsamlega bréfi stift-
yfirvaldanna, sem drógu í efa,
að 280 ríkisdalir nægðu til þess
að reka skóla, þar sem svo mörg
börn þyrftu hans með,. þótti
honum styrkara að geta lagt
þar með álit sóknarprestsins,
séra Brynjólfs Jónssonar. Hann
skrifar honum því bréf, dags.
18. nóvember 1867, svohljóð-
andi:
Áður en ég sendi Stiftyfir-
völdunum erklæring mína í til-
efni aif innlögðu bréfi þeirra
áhrærandi stofnun bamaskóla í
Vestmannaeyjum, vildi ég leyfa
mér að leita yðar velæruverðug-
heita góða álits um atriði þau,
sem í bréfi þessu eru fram tek-
in, mér til stuðnings og leiðbein-
ingar í svo vandasömu málefni
fyrir sveit þessa. Með yðar
þóknanlegu svari óskast bréfið
endursent.“
Ekki mun séra Brynjólfur
hafa látið standa á velviljuðu
áliti sínu skólamáli þessu til
stuðnings og framdráttar.
I nóvember sama ár (1867)
skrifar síðan sýslumaður stift-
yfirvöldunum og svarar þar
bréfi þeirra.
Bréf þetta skrifaði sýslumað-
ur á dönsku, eins og sjálfsagt
þótti þá, og birtist það hér í
þýðingu. Það er svohljóðandi:
„í velviljuðu og góðu bréfi,
dagsettu 17. september s.l. óska
hin háu stiftyfirvöld að fá nán-
ari skýringar frá mér á ýmsum
smáatriðum varðandi nauðsyn
þess, að stofnaður verði barna-
skóli í Vestmannaeyjum. Áht
mitt og tilmæli um þetta sendi
ég ráðuneytinu 29. nóv í fyrra.
I fyrsta lagi óska ég að láta
í ljós ánægju mína yfir því, að
hin háu stiftyfirvöld eru sam-
mála mér um nauðsyn þess, að
stofnaður verði bamaskóli hér.
I öðru lagi leyfi ég mér virð-
ingarfyllst að taka það fram, að
vonlaust er með öllu, að hrepp-
urinn hér geti staðið straum af
nauðsynlegum rekstrarkostnaði
þessa hugsanlega barnaskóla