Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 61
E L I K
59
krónur, og þótti fjárans nóg í
enska ljónsginið, enda sökk það
alveg tveim mánuðum síðar.
Rétt er að geta þess, að línan
úr enska skipinu var ekki fyrsta
línan, sem Eyjabúar eignuðust.
Sigurður hreppstjóri Sigurfinns-
son segir frá því í blaðafréttum
úr Eyjum, sumarið 1896, að
þar hafi verið borið við að
veiða skötu og ýsu á lóðir á
stöku bát, en þá vanti þar bæði
beitu og íshús.1)
Þegar Magnús Guðmundsson
á Vesturhúsum, og Friðrik
Svipmundsson á Löndum, og fé-
lagar þeirra og hásetar komu
heim frá Austfjörðum haustið
1896 eftir hið mikla aflasumar
þar, sögðu þeir Eyjabúum frá
hinu markverða framtaki Aust-
firðinga um byggingar frost-
húsanna. Þessir Eyjasjómenn
og aflaformenn skildu nú bet-
ur en flestir þar, hversu línan
jók hagsæld Austfirðinga. Hún
var það veiðarfærið, sem skaut
sterkustum stoðmn undir vax-
andi efnahag þeirra á þessum
árum. Engum var þessi stað-
reynd eins ljós og þeim Sunn-
lendingum, sem stundað höfðu
fiskveiðar með línu á útvegi
þeirra þar eystra. En til þess að
þær veiðar mættu takast og
blessast, þurfti beitu, næga
og góða beitu. Ráð þurfti einn-
') Fjallkonan 1896.
Gisli Lárusson, bóndi, útgerðarmaður,
formaður og gullsmiður i Stakkagerði í
Eyjum. F. 16. febr. 1865 að Búastöðum i
Eyjum. D. 27. sept. 1955.
ig til að geyma hana vel á milli
þess að síldin veiddist.
Vetrarvertíðin 1897 var
vindasöm og þess vegna oft
erfitt að stunda færi, þó að afli
væri sæmilegur, þegar tök voru
á að athafna sig. Þá voru gerð
út af Eyjamönnum 10 skip, en
aðeins tvö skip lágu þar við frá
meginlandinu. Hæsti hlutur
varð 470 af þorski, lægstur um
200 og meðalhlutur um 300 af
þorski. Helztu formenn í Eyj-
um þá voru Magnús Guðmunds-
son, Vesturhúsum, Gísli Lárus-
son, Stakkagerði og Hannes
Jónsson, Miðhúsum. Oft höfðu