Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 147
B L I K
145
og mjög haft þar í glensi og alls-
konar galgopahætti. Höfðu
faktorar oft gaman af öllu sam-
an og jafnvel egndu til áfloga
fyrir utan borð.
Einu sinni kom maður inn í
Austurbúð, er margir búðar-
stöðumenn voru þar fyrir, og
sat Pétur faktor fyrir innan
borð og tók þátt í glensi manna.
Þá sagði sá nýkomni, en sá hét
Sigmundur:
„Pétur situr hátt í höllu
í Helvítanna krá .... “
Pétur var víst ekki hagmælt-
ur, svo að hann kallar fram í
búðina: Blessaðir piltar, botnið
nú fyrir mig.“ Og það stóð ekki
á því. Árni skáld Níelsson var
þama staddur og segir:
„En Sigmundur er allt í öllu
andskotanum hjá.“
Gudda gamla var blind í ell-
inni. Hún var mjög mikil tó-
vinnukona, svo að efalaust hefir
hún með iðni sinni bætt töluvert
upp það framlag, sem sveitin
lagði með henni, því að prjónles
hverskonar var ávallt í góðu
verði. Gudda hafði all einkenni-
lega siði. T. d. hreyf ði hún aldrei
og bannaði að hreyfa við undir-
sæng sinni nema aðeins á gaml-
árskvöld. Ástæðurnar vissi eng-
inn, en boði hennar varð að
hlýða, ef vel átti að fara.
Páll Gíslason réri um tíma
með Hannesi lóðs á skipinu
Gideon. Róðrartímabil sitt end-
aði Páll þannig að kasta sjó-
klæðum sínum og handfæri fyr-
ir borð. Kom þetta til af því, að
Hannes formaður, sem var
mesti æringi, spurði Pál í loka-
róðrinum: „Hvað heldurðu, að
Sigurður í Nýborg segði, ef þú
kæmir allslaus heim, fisklaus,
sjóklæða- og færislaus?"
„Það veit ég fjandann ekki,“
svaraði Páll. „Við skulum sjá,
hvað hann segir.“ Áður en
nokkur gat áttað sig á tiltektum
Páls, hafði hann hent fyrir borð
sjóklæðum sínum og handfæri.
Ekki er kunnugt, hvað Sig-
urður sagði við þessu, en varast
hafa það verið blessunarorð, því
að hann lagði Páli til sjóklæði,
handfæri með sökku og öngli og
var þetta nokkuð dýrt.
Páll Gíslason fór héðan aust-
ur á land og ílengdist á Seyðis-
firði. Þar drukknaði hann í f iski-
róðri ásamt Árna Magnússyni
frá Vilborgarstöðum og Arn-
bjargar Árnadóttur frá Ömpu-
bæ. Hún var alltaf nefnd Ampa
í Ömpubæ eða Ömpuhjalli. Er
og ekki ósennilegt, að Ömpu-
stekkir séu við gælunafn henn-
ar kenndir, og hafi Ampa þá
fært þar frá, er hún var á Vil-
borgarstöðum.
Páll Gíslason gerði töluvert
af lausavísum allskonar og lifa
margar enn á vörum almenn-
ings, en flestar munu þó glatað-
ar og verða því vart skráðar úr
bessu. Arni Árnason.