Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 56
54
B L I K
sem ættjarðarástin glæddist við
aukna víðsýni og þekkingu.
Árið 1893 kom Jóhannes G.
Nordal aftur heim til Islands
fullur áhuga og vilja til að
leggja fram sinn skerf til fram-
fara og batnandi afkomu landi
og lýð. Hann hafði eins og svo
margir aðrir íslenzkir vestur-
farar svo að segja þreifað á
því, að „hver, sem kunni hvers-
dagstök á náttúrunni, gæti létt-
ar lífsins starfa lokið og til
meiri þarfa“, eins og Stefán G.
segir í kvæði sínu um Jón hrak.
Árið eftir heimkomu Jóhann-
esar Nordals beitti hinn mikli
framfara- og framtaksmaður,
Tryggvi Gunnarsson, banka-
stjóri, sér fyrir, að þjóðin mætti
sem fyrst njóta þekkingar ís-
lenzka vesturfarans á því,
hvernig Kanadamenn notfærðu
sér ís og salt til matvæla- og
beitugeymslu. Þetta var á
,,skútuöldinni“, og löngum höfðu
,,skútukarlarnir“ átt í erfiðleik-
um með að halda beitunni, sem
þeir notuðu á færaönglana sína
til að ginna ,,þann gula“, sem
lengst óskemmdri.
Blaðið Fjallkonan mun fyrst
íslenzkra blaða hafa vakið máls
á því, hve brýn nauðsyn bæri til,
að íslendingar tækju sér fram-
tak Kanadamanna í þessum efn-
um til fyrirrmyndar og not-
færðu sér þekkingu þeirra og
reynslu. Ritstjóri Fjallkonunn-
ar var þá ValdimarÁsmundsson.
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri beitti sér fyrir félags-
stofnun, sem skyldi byggja ís-
hús í Reykjavík. Þetta félag
hét „ísfélagið við Faxaflóa“. Is-
húsið reis af grunni, og Jóhann-
es Nordal var ráðinn forstjóri
þess. Það var hann síðan í nær-
fellt 40 ár.
Tilgangur „Isfélagsins við
Faxaflóa" var sá, „að safna ís
og geyma hann til varðveizlu
matvæla og beitu, verzla með
hann og það, sem hann varð-
veitir, og styðja að viðgangi
betri veiðiaðferðar við þær
fisktegundir, sem ábatasamast
er að geyma í ís“.
Um líkt leyti og Jóhannes
Nordal kom heim til landsins
aftur, kom annar Islendingur
heim frá Vesturheimi. Hann
hét ísak Jónsson. Einnig hann
hafði kynnzt frosthúsum Amer-
íkumanna. Isak Jónsson hafði
einnig brennandi áhuga á því
að láta gott af þessari þekkingu
sinni leiða hér heima.
Blöðin báru fregnir út tun
landið af framtaki Tryggva
Gunnarssonar og samstarfs-
manna hans um stofnun „Isfé-
lagsins við Faxaflóa“ og bygg-
ingu íshússins í Reykjavík.
Framtakssamir Islendingar sáu
hilla undir nýja tíma, þar sem
beituleysið hafði til þessa haml-
að fiskveiðum nema þann stutta
tíma úr árinu, er síld veiddist
í lagnet.