Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 21
B L I K
19
stofna hér á landi almennt til
barnaskóla eins og í Danmörku,
eins og ástatt sé í landinu.
Með þessu bréfi sínu og svari
istakk biskup bamaskólahug-
sjóninni í Eyjum svefnþorn.
Síðan svaf hún meira en hálfan
fjórða áratug.
Barnafræðslan
Þeim fáu börnum, sem lifðu
og uxu úr grasi í Vestmanna-
eyjum meginhluta 19. aldarinn-
ar var kenndur lestur, kver,
sálmar og bænir eftir því sem
tök þóttu á og efni stóðu til
hjá börnunum og tíminn leyfði
foreldrum, fósturforeldrum og
húsbændum frá daglegu striti
og basli, sem oft og mikinn
tíma ársins kostaði langan
vinnudag.
Þegar foreldrar eða aðrir að-
standendur barnanna voru ekki
sjálfir skrifandi eða kunnu ekki
að draga til stafs, var bömun-
um undantekningarlítið ekki
kennt að skrifa. Sama var með
reikningslistina. Þeir voru telj-
andi, sem kunnu svo mikið sem
margföldunartöfluna.
Prestur hóf spurningastarfið
tneð föstuinngangi flest árin og
fermdi oftast seint í maí eða í
júní. Börnin gengu til hans 2
-—4 síðustu árin fyrir ferm-
ingn. Einnig húsvitjaði prestur
á heimilunum einu sinni eða
tvisvar að vetrinum. M.a. lét
hann þá bömin lesa, hvatti til
náms, greiddi fyrir um útveg-
un námsbóka o.s.frv. Fyrst var
það stafrófskver, sem öðru
hvoru vora gefin út í landinu,
eða þá ef skortur var á þeim,
sem stundum kom fyrir, Bibl-
ían sjálf eða hluti hennar, oft-
ast þá Nýjatestamentið.
Hér að framan hefi ég helzt
haft í huga fræðslustarfið 1 tíð
séra Jóns J. Austmanns að
Ofanleiti. I „'Otskýringartil-
raun“ sinni, sem fyrr er getið,
segir hann 68 manns skrifandi
í Eyjum, 56 karla og 12 konur,
og era búsettir Danir þá ekki
taldir með. Fleiri skrifandi ung-
ir en gamlir eftir tiltölu, segir
prestur. Þá bjuggu innan við
400 manns í Vestmannaeyjum.
Enginn lagði stund á hljómlist-
arnám. Það þekktist ekki, eft-
ir því sem séra Jón segir:
„Hvorki eru hér hljóðfæri né
neinir, er þekki nótnasöng, inn-
lendir, svo að í lagi sé.“
Þá segir prestur ennfremur:
„Meiri samblendni, viðskipti og
samheldni innbyrðis og við aðra
út í frá en áður var. En það
er auðvitað, að þetta allt sam-
an muni ekki hafa tekið undir
sig stökk hérna, heldur en neins
staðar annars staðar, en það
má held ég þykja gott, þegar
því fer fremur fram en aftur
meðal alþýðu. Nú era menn
líka farnir að kaupa bækur,