Blik - 01.04.1960, Blaðsíða 169
B L I K
167
ráða stúlku til að læra „yfir-
setukvennafræði," eins og hér-
aðslæknir orðar það, 1 Reykja-
vík. Jafnframt bendir héraðs-
læknir sýslunefnd á „stúlkuna
Þórönnu Ingimundardóttur í
Nýborg,“ sem gefið hafði Önnu
Benediktsdóttur kost á að verða
eftirmaður hennar í starfinu.
Á fundi sínum 28. júní 1885
samþykkti sýslunefnd Vest-
mannaeyja að leggja fram fé
til þess að Þóranna Ingimund-
ardóttir kæmist til Reykjavík-
ur í tæka tíð til þess að hefja
námið, en ljósmæðrafræðslan
skyldi hefjast um miðjan ágúst
það sumar. Ætlun sýslunefnd-
ar var að fá námsfé Þórönnu
endurgreitt úr landssjóði, en
síðan skyldi Þóranna endur-
greiða sýslunefnd námskostn-
aðinn að svo miklu leyti, sem
landshöfðinginn féllist ekki á
að greiða reikninginn að fullu.
Um haustið 1885 mun Þór-
anna hafa lokið náminu, því að
námstími ljósmæðra þá var að-
eins nokkrar vikur. Síðan
lengdist hann smámsaman í 3
mánuði, og með lögum um nám
ljósmæðra, nr. 15. 1912, varð
námstíminn 6 mánuðir. Þegar
leið á haustið, voru því tvær
lærðar ljósmæður búsettar í
Vestmannaeyjum. Þetta ár
1885 hafði Anna Benedikts-
dóttir verið ljósmóðir í Eyjum
í 22 ár. Um leið og sýslunefnd
samþykkti að hjálpa Þórönnu
Ingimundardóttur fjárhagslega
til þess að nema ljósmóður-
fræði, leit nefndin svo á, að
Þóranna væri fastráðin ljós-
móðir í Eyjum. Það gerði Þór-
anna líka og tók því til starfa
að loknu námi. Um leið og það
varð eða nokkru síðar veitti
amtið Önnu Benediktsdóttur
lausn frá embætti. Sýslunefnd
samþykkti þá að veita henni
kr. 30,00 árlega eftirlaun úr
sýslusjóði eftir 23 ára starf,
sem hún hafði innt vel af hendi
og óaðfinnanlega í alla staði,
eins og sýslunefnd tekur fram.
Nú gerðust ýmis fyrirbrigði
með barnshafandi konum í
Eyjum. Næstum engin þeirra
vildi láta sækja Þórönnu til sín,
heldur vildu þær allar hafa
Önnu Benediktsdóttur áfram,
þótt hún gæti naumast sinnt
störfum sökum lasleika og
langvarandi heilsuleysis. Þá var
Anna Benediktsdóttir hálf sex-
tug. Þessar óskir kvenna al-
mennt í Eyjum leiddu til þess,
að Anna ljósmóðir var ráðin
aftur að starfinu við hlið Þór-
önnu, og skyldi inna það af hendi
eftir því sem kraftar leyfðu.
I þann tíð voru ljósmóður-
störfin í Eyjum greidd með sam-
tals 60 kr. á ári úr opinberum
sjóði. Ljósmæðurnar Anna og
Þóranna skyldu skipta árslaun-
um þessum jafnt á milli sín.
Svo er þessum málum komið
eftir tæp þrjú ár, að 9. júní