Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 4
2
B L I K
Séra Jóhann S. Hlíðar
upp, eru öfl að verki, sem vilja rífa
niður. Þá reynir á glöggskyggni að
meta rétt það, sem til heilla horfir og
sýna staðfesm og einbeitni. I þessu
sambandi minnist ég hins trúa
drottins þjóns, Nehemía, sem getið
er um í gamlatestamenti Biblíunnar.
Honum hafði verið falið það mikil-
væga hlutverk að hlaða upp múra
Jerúsalemsborgar, sem voru í mikilli
niðurníðslu. En óvinir hans vildu
honum og verki hans illt. Þeir gerðu
boð eftir honum, en hann sendi
þeim svar um hæl: „Eg hef mikið
starf með höndum og get því eigi
komið ofan eftir”. Hér er fagurt og
lærdómsríkt fordæmi, sem ég óska,
að þið, ungu vinir, mættuð hafa
hugfast. Því að öll menntun miðar
að því að gera nemendur sem hæf-
asta að gegna hinu háleita köllunar-
hlutverki, að byggja upp, sjálfa sig
og þjóðfélag sitt. En mörg eru þau
öfl á hverri tíð, sem vilja rífa niður,
vilja ykkur illt. Gegn þeim dugar
aðeins eitt, að missa ekki sjónar á
takmarkinu, uppbyggingu þeirrar
skjaldborgar, sem þið eruð að reisa
um ykkar framtíðarheill. Eg vona,
að þið berið jafnan gæfu til að
vinna í anda orðanna: „Eg hef mik-
ið starf með höndum og get eigi
komið ofan eftir".
Allt menningarstarf miðar að
því, auk þess að efla andlegan
þroska nemandans og víkka sjón-
deildarhring hans, að vekja hann til
ábyrgðar, svo að hann fljóti ekki
sofandi að feigðarósi. Það miðar að
því að stæla líkams- og sálarkrafta,
svo að hann fái brotÍ2t gegn þeim
sterku straumum, sem á hverjum
tíma vilja draga menn „ofan eftir",
niður í hringiðuna, þar sem enginn
fær fótað sig.
Saga okkar litlu þjóðar er rík af
dæmum um einstaklinga, sem hafa
leitað á brattann og hafizt til vegs
og virðingar og orðið nýtir þjóðfé-
lagsþegnar, þrátt fyrir lítil efni í
öndverðu, annað en gildan sjóð far-
sælla gáfna, sem hafa þroskazt jafnt
og þétt með ástundun og einbeitni
við námið. En sagan geymir líka
dæmi um hið gagnstæða, þar sem
slakað var á sjálfsaga og látið undan
síga fyrir þeim öflum, sem ávallt
vilja mönnum illt. A þeirri ógæfu-
braut er tálbeitu hvers konar nautna
beitt. Ginningarnet eru lögð um