Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 181
B L I K
179
lögin. Hjá þeim vann hann um skeið
við góðan orðstír.
Á þessum dvalarárum sínum með
Dönum las Björn H. Jónsson mikið
góðar danskar bókmenntir frá ýms-
um tímum og naut þeirra varanlega.
Aukin þekking hans á danskri verk-
menningu og andlegu lífi og hugs-
unarhætti efldi og hreinsaði Islend-
ingseðlið í honum og kristallaði
það.
Þegar Steinn Sigurðsson, skóla-
stjóri, neyddist til að hverfa frá
stöðu sinni í Vestmannaeyjum 1914
(sjá Blik 1963), var Björn Hermann
einn af þeim 8 skólamönnum, er
tóttu um stöðuna; hlaut hann hana
með atkvæðum allra skólanefndar-
mannanna. Björn var síðan skóla-
stjóri í Vestmannaeyjum í 6 ár,
áhrifaríkur og ötull, áhugasamur
hugsjónamaður, frjálslyndur og víð-
sýnn og bjartsýnn að eðlisfari og
mun ævinlega hafa trúað á það
bezta í manneðlinu. Hann mun hafa
trúað á boðskap hins nýja tíma um
bætt samfélag, hagnýtingu tækn-
innar og alhliða ræktun þeirra hæfi-
leika, sem mannfólkið býr yfir til
eflingar fögru mannlífi í samhjálp
og samvinnu. Þess vegna urðu Birni
skólastjóra það yfirþyrmanleg von-
brigði, er áhrifaöfl í Vestmannaeyj-
um tóku að bera hann opinberlega
sökum, sem hann átti enga hlutdeild
í og hafði í eðli sínu andstyggð á
(sjá 5. kafla Fræðslusögunnar hér í
ritinu).
Sveitarfélagið í Vestmannaeyjum
hafði tekið miklum og örum vexti
frá upphafi vélbátaútvegsins þar
(1906) til þess tíma (8 ár), er Björn
H. Jónsson gerðist þar skólastjóri.
Aðstreymi fólks til Eyja á þeim
miklu afla- og uppgangstímum
varð þess m. a. valdandi, að hús-
rými barnaskólans þar reyndist brátt
alltof lítið. Barnið óx en brókin
ekki. Engin ráð önnur voru varanleg
til þess að bæta úr húsnæðisvand-
ræðum barnaskólans en að byggja
nýtt skólahús. Þær menningarfram-
kvæmdir féllu í hlut Björns skóla-
stjóra. Varð hann þannig brautryðj-
andi í Vestmannaeyjum um bygg-
ingu nýs og varanlegs barnaskóla-
húss, eins og rætt er um í 5. kafla
fræðslusögu byggðarlagsins sér í
ritinu. Urræðasemi Björns skóla-
stjóra, dugnaður og brennandi
áhugi fyrir velferð þeirrar stofnunar,
sem honum hafði verið trúað fyrir,
brást ekki.
Haustið 1915, er Björn skólastjóri
sá, að ekkert gekk né rak um undir-
búning að byggingu nýs skólahúss
í sveitarfélaginu, bauð hann skóla-
nefnd að útvega lán til framkvæmd-
anna og stjórna þeim. Þetta boð
skólastjórans þáði skólanefnd ein-
róma.
Brátt tókst Birni skólastjóra að
tryggja hreppnum lán til byggingar-
framkvæmdanna. Þar naut hann
góðvildar og framtakshugar Gísla J.
Johnsen, sem var formaður Spari-
sjóðs Vestmannaeyja, sem Eyjabúar
stofnuðu 1893. Sparisjóðurinn hét
láni kr. 50.000.00 til skólabygg-
ingarinnar.