Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 57
13 L I K
55
gjarnan fá einhverja upplýsingar
um hana og spurði. Vissulega stóð
ekki á svörunum. Hún söng þá eft-
irfarandi og var viðlagið: Hvað er
svo glatt:
Eg get allar upplýsingar gefið,
og ein er sú, að ég vil snafs með mat.
Við brennivínið hverfur úr mér
kvefið,
en komi það ei, þá verð ég despirat.
Hvar bindindið og vatnið hafa
völdin,
þar verð ég ekki, það er ekkert mas.
Innvortisskjálfti er í mér á kvöldin,
en alltaf batnar hann við toddy-glas.
Ekki fékk hún vistina, en mein-
ingu sína sagði hún, svo að ekki
varð á villzr, hvað hún vildi. Hinar
þóttu og fara mjög vel með hlutverk
sín, t. d. Steinunn og Olöf. — Leik-
rit þetta vakti almenna hrifningu
áheyrenda.
Nokkru síðar var svo leikið leik-
ritið „Happdrættismiði nr. 101", og
fór frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkju-
landi með hlutverk Katterups og
hreif fólkið. Leikrit þetta er eftir
Eric Bögh, söngva- og gleðileikur.
Eftir „101" var svo endurtekið
leikritið „Lifandi húsgögn" á innan-
félagsskemmtun hjá Kvenfélaginu,
og léku þá m. a. Kristín Þórðardótt-
ir, Steinunn Sveinbjarnardóttir og
ungfr. Ella Therp á Kirkjuhvoli.
Síðan rak hver leikþátturinn ann-
an hjá Kvenfélaginu, t. d. „Hann
drekkur", „Frúin sefur" eftir Holst,
„Fólkið í húsinu", „Sagt upp vist-
inni" eftir C. Möller, „Trina í stofu-
fangelsi" eftir D. Hansen, „Hinn
setti eiginmaður" o. fl.
Lengi hafði verið um það rætt hjá
L. V. að taka til sýningar leikritið
„Frænka Charleys" eða Föðursystir
Charleys, eins og leikritið er stund-
um nefnt. Þó varð ekkert úr þessum
fyrirætlunum fyrr en rétt eftir ára-
mótin 1914—1915, líklega um
miðjan janúar 1915. Leikrit þetta
var sýnt 4 eða 5 sinnum við góða
aðsókn. Það þótti skemmtilegt og
uppfærsla þess ágæt. Ekki er alveg
fullvíst um hlutverkaskipan, en frá-
sögnum ber bezt saman um fólk í
þessum hlutverkum:
Babberley: Ólafur Ottesen
Charley: Kristján Gíslason
Spitteque: Guðjón Jósefsson
Cherney lávarður: Guðjón Guð-
jónsson
Jack Cherney: Georg Gíslason
Barret: Steingrímur Magnússon
Elle: Guðbjörg Gísladóttir
Kitty: Þóra Vigfúsdóttir
Jenna Lucia: Guðrún Þorgríms-
dóttir
Annie: Asta Ottesen
Einhvern tíma á leikárinu 1914/
15 sýndi L. V. leikrit eftir C. Ho-
strup. Það var leikritið „Gestir í
sumarleyfi". Leiktjöldin máluðu þeir
Bjarni Björnsson og Engilbert Gísla-
son, og var leiksviðið talið eitt hið
fegursta, sem hér hafði sést fram að
þeim tíma. Steingrímur Magnússon
hafði séð leikrit þetta uppfært í