Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 66
64
B L I K
hver skyldi þessi vera sem leikur
Ketil skræk. Sá leikur býsna vel",
sögðu þeir. Þá heyrðist Arný nærri
hrópa upp yfir sig af hrifningu:
„Ha, ha, þeir þekkja ekki Eina okka,
ha, ha". Og Einar gamli tók þá upp
eftir henni og var þá heldur dimm-
raddaður, (en Arnýju lá hátt róm-
urinn): „Ha, ha, þeir þekkja ekki
hann Eina okka, ha, ha". Þau þekktu
hins vegar son sinn og þótti hann
leika meir en vel, sem hann og líka
gerði. En sumt gamalt fólk þekkti
þarna alls ekki börn sín á leiksvið-
inu. Gömul hjón vissi ég um, sem
ekki voru vön að „fara á Ieikinn".
Þarna áttu þau son sinn á leiksvið-
inu. Hann hafði boðið þeim. Ekki
höfðu þau hugmynd um, hver sonur
þeirra var á sviðinu. Það fólk, sem
þar var, var þeim allt ókunnugt, að
þau héldu. Þó voru það allt gamlir
kunningjar frá daglega lífinu. Sonur
þeirra var sem óþekkt persóna fyrir
þeim að málrómi og í öllu fasi. Þeg-
ar tjaldið var fallið og leiknum lok-
ið, kom til þeirra maður einn og
sagði: „Hann lék vel, hann sonur
ykkar. Sá verður einhvern tíma
slyngur Ieikari. Gervið hans var líka
sérlega gott, mórauða peysan mín og
húfan gerðu hann svo sérlega sveita-
mannlegan". „Nújá", anzaði faðir-
inn, „var hann þetta í mórauðu peys-
unni? Nú er ég barasta aldeilis
hlessa. Eg bara þekkti hann ekki og
Jóa mín ekki heldur".
Já, svona gat farið stundum.
Gamla fólkið helzt ruglaðist alveg,
og þekkti ekki aftur sína nánustu, er
gervi og málrómi var gjörbreytt frá
hinni daglegu venju.
Sú nýung gerðist nú í Eyjum, að
leikflokkur L. V., sem sýndi „Ap-
ann" um þessar mundir, og leikfólk-
ið í Skuggasveini, tóku upp gagn-
kvæm boð á leiksýningarnar, —
leikflokkarnir gerðust leikhússgest-
ir hvor annars.
Fólk.ið í bænum sótti þessar sýn-
ingar vel og skemmti sér við þær
konunglega sem jafnan áður.
Síðasta sýning á „Apanum" var
mjög nálægt páskum. Voru þá upp-
gjör frá fyrri sýningum gjörð fyrir
löngu. Á eftir þessari stöku sýningu
um páskaleytið hafði L. V. dansleik
og sami miðinn látinn gilda á hvort
tveggja. Mikil aðsókn var að
skemmtan þessari, sem tókst mjög
vel. Þegar þessi leiksýning með dans-
Ieiknum á eftir var gerð upp, fékk
hver leikandi 55 krónur í hlut sinn
og hvíslari og undirleikari hálfan
hlut hvor. Þetta þóttu miklir pen-
ingar í þá daga.
Þess skal getið, að þetta voru síð-
ustu hlutverk þeirra Guðjóns Jósefs-
sonar og frú Agústu Eymundsdótt-
ur hjá L. V., hann á sínum gamla,
góða Ola og frúin í Mad. Sörensen.
Þau höfðu bæði leikið hjá L. V. frá
upphafi og verið í hópi beztu starfs-
krafta þess frá fyrstu tíð til síðustu
sýningar.
Sýningar á þessum tveim leikrit-
um samtímis höfðu gengið mjög vel,
og var ekki sjáanlegt að hvor spillti
fyrir öðrum hvað aðsókn áhrærði.
Samkeppti kom ekki til greina um