Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 29
B L I K
27
11. febrúar, höfðu þeir lent í ein-
hverju mesta fárviðri og fannkomu,
sem menn mundu. Hafði þeim nauð-
uglega tekizt að berja upp undir
Eiðið, en ekkert viðlit verið að ná
höfn vegna veðurofsa. Þeir höfðu
legið úti um nóttina ásamt átján bát-
um öðrum, og ekki náð landi fyrr en
á sunnudag.
Fólki í landi hafði verið ókunnugt
um afdrif þessara nítján báta, því að
ekkert sást til þeirra með neinni
vissu vegna dimmviðris, myrkurs og
sædrifs.
Man ég eftir því, að við álpuð-
umst inn á Eiði þetta laugardags-
kvöld, nokkrir drengir, 14—15 ára,
til að svipast eftir bátum. Voru
nokkrir fullorðnir menn á Eiðinu
sömu erinda. Enginn bátur sást, en
öðru hverju brá fyrir einu og einu
ljósi, svo að sýnilega lágu einhverjir
undir Eiðinu, en alger óvissa um,
hverjir það væru. Gátu þetta allt
eins verið önnur skip, en eigi að síð-
ur þóttust menn þess vissir, að þarna
væri eitthvað af þessum nítján bát-
um, sem vantaði. Vitað var, að
björgunarskipið Þór hélt sjó með
einn bát í togi og var sá með bilaða
vél.
Það var ekkert nýtt í útgerðarsögu
Vestmannaeyinga, að bátur og bátur
lægi undir næturlangt, jafnvel
nokkrir bátar í senn, og óvíst væri,
hvernig þeim reiddi af. Biðu því sjó-
mannskonur og aðrir ástvinir þeirra
marga óveðursnóttina í ofvæni og
kvíða að frétta um afdrif þeirra. —
En aldrei í þeirri sögu gerðist neitt
líkt þessu, þegar undan er skilin úti-
legan mikla í febrúar 1869, þegar
12 áraskip lágu úti austan undir
Bjarnarey, með hátt á annað hundr-
að manns innanborðs, og náðu sum
ekki landi fyrr en eftir tvo sólar-
hringa. I þeirri útilegu fórst eitt
skipanna með þrettán manna áhöfn,
en auk þeirra dóu þrír menn af
kulda og vosbúð.
Eftir að vélbátarnir komu til sög-
unnar, fyrst með afllitlar vélar, kom
það oft fyrir, að bátar drógu ekki
austur fyrir Eyjar í hvassviðrum, en
þessi útilega, 11. febrúar 1928 var
sem sagt sú langmesta í sögu vél-
bátaflotans — og raunar sú síðasta,
er nokkuð kvað að.
Þeir félagar á Sigríði litu nú fram
til annarrar útilegunætur, þegar í
fyrsta róðri eftir nefnda útilegu. En
sannarlega varð hún með öðrum
hætti en sú fyrri, og öll önnur, en
þeir gerðu ráð fyrir, þar sem þeir
voru komnir í var undir Hamrinum,
og fyrr var frá horfið sögu.
Höfðu fjórir af fimm manna
áhöfn farið niður í hásetaklefa, en
einn var uppi við stýrið. Þegar þeir
félagar voru nýkomnir niður, strand-
aði báturinn á skeri og þustu þeir þá
þegar upp. Losnaði báturinn strax af
skerinu og barst inn fyrir það og
upp að Hamrinum, sem gnæfði
þarna kolsvartur og þverhníptur
uppi yfir þeim. Um leið og bátinn
bar upp að berginu, stökk einn af
bátverjum, Jón Vigfússon vélstjóri,
upp á syllu neðst í því og tókst að
ná þar fótfestu. En í sömu andrá