Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 171
B L I K
169
Landeyjum. Jafnframt skyldi hún
kenna handavinnu í efstu bekkjum
skólans.
Skólagjald fyrir óskólaskyldu
börnin, 8 og 9 ára nemendurna, var
afráðið kr. 5.00 á mánuði, alls kr.
30.00 yfir veturinn.
Flest þau ár, sem Björn H. Jóns-
son hafði til þessa starfað í Eyjum,
reyndi hann að starfrækja þar ung-
Iingaskóla fram að jólum a. m. k.
Sú tilraun hans tókst sæmilega, þeg-
ar eldsneytisskorturinn hamlaði ekki.
Barnaskólinn lagði unglingaskólan-
um til húsnæði, ljós og hita, líklega
ókeypis með öllu.
Haustið 1918 leit vel út með elds-
neyti, enda styrjöldin á enda kljáð.
Vildi þá skólastjóri koma nýrri skip-
an á unglingafræðsluna og fella
hana í fastara mót. Samdi hann þá
uppkast að reglugerð fyrir unglinga-
skólann. Skólanefnd tjáði sig mjög
fylgjandi málinu og studdi skóla-
stjóra í starfinu af festu og dreng-
skap. I september um haustið undir-
ritaði skólanefnd reglugerðarupp-
kastið og var það síðan sent stjórn-
arráðinu til staðfestingar. Þar dag-
aði það uppi, — fékkst ekki stað-
fest. Astæðurnar eru mér ekki fylli-
lega ljósar, en grun hef ég um það,
að ákvæðin í uppkastinu um vissar
árlegar tekjur skólans, starfrækslu-
styrk, hafi verið óákveðin og los
araleg, enda ekki á valdi skólastjóra
eða skólanefndar að ákvarða skólan-
um fast árlegt framlag úr hrepps-
sjóði.
Skólanefndin sá engin tök á að
kenna leikfimi í barnaskólanum
veturinn 1919—1920 sökum hús-
næðisleysis. En Brynjúlfur Sigfús-
son var ráðinn til að annast kennslu
í söng þann vetur.
Síðast í marz 1920 ræddi skóla-
nefnd, hvort halda skyldi kennslu
áfram í skólanum, þó að liðnir væru
þeir 6 mánuðir, sem afráðið var um
haustið að skólinn starfaði. Þrír
skólanefndarmennirnir voru því
samþykkir, að skólinn yrði starf-
ræktur sjöunda mánuðinn, þar sem
börnin höfðu misst af mikilli
kennslu á undanförnum vetrum sök-
um eldsneytisskorts og veikinda á
inflúensuárinu 1918. Tveir skóla-
nefndarmennirnir gátu ekki fallizt
á að framlengja kennslutímann,
þrátt fyrir kennslutap og losaraleg-
an skólarekstur á undanförnum ár-
um af ástæðum, sem enginn gat
ráðið við. Skólinn var starfræktur til
aprílloka þetta skólaár.
Eftir að skólanum lauk í apríl-
lokin 1920 sagði Björn H. Jónsson
af sér skólastjórastöðunni. Ekki er
getið einu orði um þá uppsögn í
fundargjörðum skólanefndar, þótt
undarlegt sé.
Staða Björns skólastjóra var nú
aldrei auglýst laus til umsóknar, en
Páll Bjarnason ráðinn í hana „þegj-
andi og hljóðalaust”, eins og beðið
hefði verið með óþreyju eftir því að
Björn segði af sér og Páll gæti tekið
við.
Nýtt tímabil hefst í sögu Barna-
skóla Vestmannaeyja.
Meðan Björn H. Jónsson var