Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 10
8
B L I K
Ekki ber heimildum saman um
giftingarár séra Jóns Þorsteinssonar.
Þó mun það sanni næst, að hann
kvæntist í október 1596 eða 18.
sunnudag eftir trinitatis, þ. e. 10.
október. Kona hans var Margrét
Jónsdóttir frá Hæli í Flókadal Pét-
urssonar.
Árið 1598 tók séra Jón Þorsteins-
son prestsvígslu, og sama árið fékk
hann Húsafell í Borgarfirði. Hálf-
systir prestsins, Sigurborg Þorsteins-
dóttir, var þá húsfreyja í Kalmans-
tungu, gift Jóni bónda Grímssyni
þar.
Þegar séra Jón Þorsteinsson fékk
Húsafell, var allt óvíst um framtíð
hans þar á staðnum. Séra Böðvar
Jónsson prestur í Reykholti og
prófastur í Þverárþingi sunnan Hvít-
ár ætlaði öðrum presti Húsafell.
Það vissi séra Jón. Sá prestur var séra
Sigurður Finnsson, stjúpsonur pró-
fastsins og tengdasonur sýslumanns-
ins, Sigurðar Jónssonar í Einarsnesi.
Þeir höfðu völdin eða áhrifaaðstöð-
una og gegn dómaranum tjóaði þá
ekki að spyrna eða við hann að deila
fremur en endranær. Þessi óvissa séra
Jóns Þorsteinssonar mun hafa vald-
ið því, að hann flutti ekki konu sína
og barn með sér að Húsafelli fyrsta
árið, er hann var prestur þar. Það
mun hafa villt suma, sem fjallað
hafa um ævi séra Jóns og ætlað hann
kvænast það árið, sem hann flytur
konu sína og barn til sín að Húsa-
felli, þ. e. 1599. En þá höfðu þau
hjón verið gift í 3 ár.
Fyrsta árið, sem séra Jón Þor-
steinsson hélt Húsafell, mun hann
hafa matazt öðrum þræði hjá systur
sinni Sigurborgu að Kalmanstungu
og manni hennar, Jóni bónda. Að-
eins 5 km eru milli bæjanna. Þessa
ætlan mína styðja ljóðlínur í kvæði,
er séra Jón orti til þeirra hjóna. Þar
segir m. a.: „. . . af einu vorum við
blóði bæði borin á þetta Islandsfrón.
... Þau voru ei treg að veita mér
fæði, þá vegur minn lá til fjalla ..."
Eftir tveggja ára prestsskap að
Húsafelli varð séra Jón Þorsteinsson
að víkja þaðan fyrir stjúpsyni pró-
fasts og tengdasyni sýslumannsins.
Sú valdbeiting leiddi til kala mikils
milli prófastsins að Reykholti og
séra Torfa Þorsteinssonar að Gils-
bakka, bróður séra Jóns.
Árið 1600 fluttist því séra Jón
frá Húsafelli og mun þá fyrst í stað
hafa leitað heim að Höfn með konu
og barn til foreldra sinna. Um haust-
ið þetta ár eða vorið eftir fékk séra
Jón Torfastaði í Biskupstungum og
fluttist þangað árið 1601.
Þegar um miðja 16. öldina tók
konungsvaldið mjög að þrengja kosti
Vestmannaeyinga. Árið 1558 gerð-
ist maður nokkur, Simon Surbeck,
kaupmaður í Eyjum og umboðs-
maður konungsvaldsins. Þá hófst þar
danskt einræði og einokunarverzlun.
Simon Surbeck var ágengur í meira
lagi. Hann skaraði ótrauður eld að
sinni köku og konungs og svipti
Eyjabændur ýmsum réttindum, sem
þeir höfðu haft frá ómunatíð.