Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 170
168
B L I K
ráðningakjör álítum vér óhafandi
með öllu."
Mér hefur vissulega þótt taka því
að afráða Bliki til birtingar þessi
svör fjögurra skólanefndarmanna í
Vestmannaeyjum og kennaranna
við spurningum fræðslumálastjóra.
Þau sanna okkur víðsýni þeirra, tru
á aukna menntun með þjóðinni og
hina miklu þörf hennar á hæfu
kennaraliði. Það hlotnast henni því
aðeins, að hæfileikamenn, sem hvar-
vetna standa opnar leiðir til við-
gangs og velgengni, veljist í kenn-
arastéttina uppeldis- og fræðslu-
starfi skólanna til blessunar.
Undir þessi svör skrifuðu þessir
skólanefndarmenn:
/ /
Arni Filippusson í Asgarði, Sveinn
Scheving, Fljalla, Brynjúlfur Sigfús-
son, organisti, og Jes A. Gíslason,
Hóli. Og kennararnir: Björn H.
Jónsson skólastjóri, Agúst Arnason,
Baldurshaga, Eiríkur Hjálmarsson,
Vegamótum, og frú Jónína Þórhalls-
dóttir.
Sóknarpresturinn séra Oddgeir
Guðmundsen og skólanefndarmað-
urinn Gunnar Ólafsson, kaupmaður,
létu bóka:
„Osamþykkir því að færa skóla-
skylduna niður í 8 ár. Teldum rétt-
ara að færa hana upp um eitt ár eða
meira og séu börnin þá skyld að
ganga í skóla til 16 ára aldurs."
Islenzki löggjafinn hefur með
árunum fallizt á, að báðir aðilar
hafi haft nokkuð til síns máls. Skóla-
skyldan á Islandi er nú frá 7—15
ára aldurs.
Allur sá hópur barna, eða nem-
endur í neðri deildum barnaskólans,
sem urðu án kennslu í skólanum
veturinn 1917—1918 sökum elds-
neytisskorts, áttu að nema heima
með aðstoð foreldra eða annarra að-
standenda. Þessi börn þreyttu síðan
próf í barnaskólanum vorið 1918.
Á skólanefndarfundi í júnílokin
1918 voru til umræðu kennslu-
skýrslur skólans frá umliðnu skóla-
ári. Rætt var þar m. a. um próf
þeirra nemenda, sem áttu að nema
heima um vemrinn. Reyndust þau
börn svo vankunnandi, stendur þar,
að engin leið þótti að taka slík börn
til náms í skóla. Nefndin og skóla-
stjóri voru á eitt sátt um, að brýna
nauðsyn bæri til að veita þessum
börnum meiri fræðslu á kostnað að-
standendanna eða sveitarfélagsins.
Þetta mál var síðan tekið til ítar-
legrar athugunar og haft samráð
við aðstandendur barnanna, og þá
einnig um fræðslu þeirra barna, sem
ekki voru skólaskyld. Um haustið
samþykkti síðan skólanefnd að
fjölga deildum í barnaskólanum og
ráða aukakennara til þess að kenna
yngstu börnunum. Þannig voru mót-
aðar 9 bekkjardeildir alls við barna-
skóla Vestmannaeyja haustið 1918.
Kennt skyldi daglega allan vetur-
inn 1918—1919 í þrem efstu deild-
unum (7., 8. og 9. bekk), en annan
hvorn dag í 6 neðri deildunum.
Sérstakur kennari var ráðinn til
þess að kenna í stöfunardeildunum
um veturinn, ungfrú Dýrfinna
Gunnarsdóttir frá Hólmum í Austur-