Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 72
70
B L I K
Unga stúlkan: Sigríður Gísladótt-
ir, Eyjarhólum.
Þetta þótti skemmtilegur gaman-
leikur. Yngvi Jón var stjórnandi.
Hann var mjög nákvæmur um öll
smáatriði í leik og vildi ávallt hafa
allt sem eðlilegast. I þetta skipti átti
hann sem homopati að hafa sína
lyfjatösku, því að hann stundaði
lækningar. I töskunni áttu að vera
margs konar lyf. Honum nægði ekki
að hafa dósir og glös, það urðu að
vera ósvikin lyf, svo sem alls konar
smyrsl: vaselin, terpentina, verk- og
vindeyðandi dropar, asperins-
skammtar, hoffmannsdropar
brjóstsaft o. fl. — I leiknum átti
Thorkel Petersen þá Keli Pétursson
að verða veikur og var homopatinn
sóttur til hans. Kom hann með lyf ja-
kassa sinn og var þar um allauðugt
samansafn lyfja að ræða. Petersen lá
í rúminu. Nú ætlaði homopatinn að
gefa honum inn hreint vatn í teskeið,
en tók í misgripum hoffmannsdropa-
glasið, hellti í teskeið og dreif það í
Petersen, sem svelgdi það í sig. Þetta
verkaði bæði fljótt og vel, því að
Petersen hentist fram úr rúminu í
háaloft, staðnæmdist á gólfinu og
tók þar meir en lítil andköf og sog,
hóstaði og frussaði. Fólk hafði ekki
fyrr séð svo eðlilega leikið eða vel
takast til um homopatisk lyf og
skemmti sér hið bezta. Klappaði
óspart lof leikaranum. En aumingja
Petersen leið ekki vel, það eitt er
víst. En allt fór þó vel. Hann jafnaði
sig á þessum ósköpum, gat haldið
áfram leiknum og þótti vel hafa tek-
izt um hlutverkið. En leikendur
hlógu svo að öllu saman.
Upp úr þessu flosnaði félagið
upp, svo það varð óstarfhæft. Um
ástæður er mér ekki kunnugt, en
það urðu mörgum vonbrigði, að svo
skyldi fara.
Arið 1924 fyrst í marz var kvöld-
skemmtun í Gúttó. Var þá sýndur
gamanleikurinn „Trina í stofufang-
elsi'' eftir D. Hansen. Þá var og
kvæðaupplestur: „Vestmannaeyja
Times square", eftir P. V. G. Kolka.
Síðan var sk.rautsýning: „Við klaust-
ursdyrnar og tvísöngur kvenna:
„Berðu mig til blómanna". Guðný
Þ. Guðjónsdóttir, verzlunarstúlka,
gekkst fyrir skemmtun þessari til
ágóða fyrir ljóslækningasjóð (sbr.
Skjöld 8/3—24).
Um líkt leyti sýndi Kvenfél. Líkn
sjónleikinn „Tengdamamma" eftir
Kristínu Sigfúsdóttur. Leikendur
fóru yfirleitt vel með hlutverk sín.
Tveim þeirra, þeim Agústu Ey-
mundsdóttur og Kristínu Þórðar-
dóttur, Borg, tókst svo vel að unun
var að heyra og sjá leik þeirra (sbr.
Skjöld 8/3-24). Ekki er annara
leikenda getið í blaðinu, en þá léku
m. a. Haraldur Eiríksson: Ara; Páll
S. Scheving: Prestinn; Stefán Árna-
son: Jón. Um leik þennan er enga
aðra leikdóma að finna.
Haraldur Eiríksson sagði mér, að
einu sinni á æfingu við þetta leikrit,
hefði hann komið frú Ágústu alveg
á óvart. Hann var að kveðja hana á
sviðinu og átti víst kveðjan að vera
j