Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 241
B L I K
239
hvort sem væri á „nóttu eða degi”. Á
milli línanna í boði konungs getum
við m. a. lesið, að Englendingar hafi
til þessa hundsað boð konungsvalds-
ins danska og verzlað við Eyjafólk,
þegar þeir komust höndum undir, ef
til vill mest að næturlagi, meðan
Danir sváfu svefni hinna réttlátu.
Jafnframt erindisbréfi þessu til hr.
Madsens bauð konungur einum af
skipsstjórnarmönnum sínum, Hans
Holts hét hann, að taka með sér
nægilega mikið af fólki, hertygjum
og skotfærum og reisa virki á hent-
ugum stað við höfnina í Vestmanna-
eyjum. Þetta boðsbréf er dagsett 18.
apríl 1586. Þarna höfum við þá
fyrsta boð konugsvaldsins um virkis-
gerð í Vestmannaeyjum. Þessi ófull-
komna virkisgerð Danana átti sér
stað í námnnda við skipalægið eða á
Kornhól suður af Hafnareyrinni og
Hringskeri, sem verzlunarskipin
voru bundin í.
Þetta virki var svo til, þegar Eng-
lendingar undir forystu Jóns Gentle-
mans rændu Eyjarnar 1614 og svo
Tyrkir 1627. Þar var í bæði skiptin
komið Dönum í opna skjöldu.
Þessi reynsla konungsvaldsins og
kaupmannanna um gagnleysi virkis-
ins í Vestmannaeyjum, eins og raun
bar vitni um, leiddi til þess, að kon-
ungsvaldið danska gaf út nýja fyrir-
skipun um nýtt og fullkomnara virki
í Vestmannaeyjum. Þá var Skanzinn
hlaðinn upp. Það var gert á árunum
1630—1638, eða nokkru eftir
Tyrkjaránið.
Eftir það voru verzlunarhúsin
byggð inni í hinum ferhyrnings lag-
aða garði, Skanzinum, og þá tók að
heyrast nafnið garður, sem seinna
varð að eiginnafni á stað þessum og
verzlun.
Enn mun Skanzinn með sama
svipmóti og fyrir um 330 árum, er
hann var hlaðinn upp fyrsta sinni.
Það gerði Hans kaupmaður Nansen
(eldri). Þess vegna stóð nafn hans
lengi eftir það yfir vesturhliði virk-
isins.
Verzlunarhúsið sjálft og aðalvöru-
geymsluhúsið var látið standa inni í
virkinu, og um langt skeið munu þar
hafa verið 6 fallstykki (fallbyssur)
til varnar. I verzlunarhúsum þessum
í virkinu voru einnig íbúðir verzlun-
arstjórans, og nánustu samstarfs-
manna hans og svo danskra embætt-
ismanna, t. d. læknis, fyrst eftir að
hann settist hér að og áður en Nöj-
somhed var byggt.
Eitt af börnum hins kunna Islend-
ings Boga Benediktssonar á Staðar-
felli hét Jens Jakob. Þessi sonur
Boga varð verzlunarmaður, sem gat
sér góðan orðstír og ávann sér traust
í viðskiptum. Hann var giftur
danskri konu og bjó í Kaupmanna-
höfn.
Jens Jakob Benediktsson keypti
Garðsverzlun í febrúar 1838.
Hann lézt hér í Vestmannaeyjum
sumarið 1842, er hann kom hingað
í heimsókn til þess að líta eftir eign-
um sínum og verzlunarrekstri.
Eftir dauða Jens Jakobs voru öll
hús Garðsverzlunar skráð með ná-
kvæmum lýsingum á hverju húsi,