Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 163
B L I K
161
Með því að hreppsnefndin fékk
hvergi von um lán til þess að hefja
byggingarframkvæmdirnar, var ekk-
ert aðhafzt þetta sumar.
Þegar leið fram undir vorið 1915,
var þetta mál enn til umræðu með
ráðandi mönnum hreppsins.
Þann 18. apríl 1915 tók skóla-
nefndin skólamálið til umræðu á
fundi sínum. Þá ályktaði nefndin að
fela formanni sínum að fá mælda
út og afmarkaða nægilega stóra lóð
undir skólahúsið með nægilegu
svæði fyrir leikvöll. Jafnframt skor-
aði skólanefndin á hreppsnefndina
að „útvega efni, verkamenn og
áhöld, eftir því sem kringumstæður
framast leyfa, til þess að byrjað verði
á skólabyggingunni á næstkomandi
sumri," þ. e. sumarið 1915.
Um sumarið (1915) höfðu ráð-
andi menn í sýslunni með forustu
Karls Einarssonar, sýslumanns,
ákvarðað hinni væntanlegu skóla-
byggingu stað „norður og vestur af
kirkjunni." Stærð lóðarinnar var af-
ráðin ein vallardagslátta (þ. e. 900
ferfaðmar eða um 3200 fermetrar).
Þetta sumar var unnið að því að
fullgera teikningu af hinu fyrirhug-
aða skólahúsi. Ymsar breytingartil-
lögur höfðu komið fram frá ýmsum
aðilum og Rögnvaldur húsameistari
viljað taka þær til greina.
Upp úr miðjum júní barst skóla-
nefndinni enn tillöguuppdráttur af
skólabyggingunni frá Einari Er-
lendssyni, sem var „hægri hönd"
Rögnvaldar Olafssonar húsameist-
ara í veikindum hans, og nefndin
spurð álits um uppdrátt þennan.
Mun þá nefndin ekkert haft við
hann að athuga. Sumarið leið og
ekkert var aðhafzt í byggingarfram-
kvæmdunum.
Er barnaskóli Vestmannaeyja tók
til starfa haustið 1915 skorti skóla-
rými fyrir 30 börn, enda þótt tvísett
væri í allar skólastofur í skólahús-
inu að Heimagötu 3.
Skólanefnd fól skólastjóranum,
Birni H. Jónssyni, að ráða fram úr
þeim húsnæðisvandræðum. Það
gerði hann eftir megni, en þurfti að
fórna miklu starfi og miklum starfs-
kröftum sjálfur til að sigrast á þeim
erfiðleikum, með því að daglegur
kennslutími hans óx að miklum mun
við þennan húsnæðisskort barnaskól-
ans. Jafnframt síauknu starfi sökum
húsnæðisvandræðanna, tók skóla-
stjóri að örvænta um byggingar-
framkvæmdirnar eins og allt var í
pottinn búið í sveitarfélaginu. Engin
lán fáanleg neins staðar til bygging-
arframkvæmdanna. Reipdráttur inn-
an sveitarfélagsins um völd og pen-
inga fór vaxandi ár frá ári með auk-
inni vélbátaútgerð, afla og auknum
gróða.
Innbyrðis úlfúð og togstreita
hinna ráðandi manna óx svo að
segja daglega með brennandi óskum
um meiri og kröftugri áhrifa-aðstöðu
og vald yfir sálum meðbræðranna.
Tvö harðsnúin „skaut" höfðu mynd-
ast í sveitarfélaginu. Annað var
sprottið upp úr heimajarðveginum,
unni staðnum og vildi flest gera
honum til menningarauka og fjár-
11