Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 56
54
B L I K
Þjónn Dr. Watson: Eyjólfur Otte-
sen
Halti skratti: Georg Gíslason
Daniel ropari: Björn Sigurðsson
Bob McLew: Steingrímur Magn-
ússon
Jónas kæfari: Karl Gránz
Leikrit þetta mun hafa verið leik-
ið oftar en önnur leikrit fram að
þeim tíma, eða a. m. k. 7 sinnum.
Sumir segja 9 eða 10 sinnum, leik-
árið 1913—1914.
Svo minnti þá Georg Gíslason,
Karl Gránz og Steingrím Magnús-
son. Hefur þeim átt að vera þetta
nokkuð kunnugt, þareð þeir léku all-
ir í leikritinu. Georg var einn af að-
alleikurum þorpsins eftir þetta.
Steingrímur lék og mikið og vann á
ýmsan hátt að leiksýningum, og
Karl Gránz smíðaði leiktjöld, mál-
aði þau og lagfærði, eftir því sem
þörf gerðist.
Þann 1. jan. 1914 sýndi L. V. enn
einu sinni „Apaköttinn” með flest-
um af gömlu hlutverkahöfunum sín-
um. Þó munu hafa leikið þær Jó-
hönnu og Láru Emelía og Asta Otte-
sen. Það sýndi sig enn, að leikritið
var sem nýtt á sviði í augum fólks-
ins. Það kunni vissulega að meta
góðan leik og mikið og fórnfúst
starf leikenda við hinar erfiðu að-
stæður á svo margan hátt.
Um veturinn sýndi Kvenfélagið
leikritið „Ferðin milli Kaupmanna-
hafnar og Árósa". Fór þar kvenfólk
með öll hlutverkin, hvort sem það
voru karla- eða kvennahlutverk.
Þótti leikritið gott og meðferð
kvennanna ágæt. Helztar voru þar
að leik Guðný Guðjónsdóttir, Kristín
Þórðardóttir, Sesselja Kærnested,
verzlunarstjóri, o. fl. Leikrit þetta er
í tveim þáttum og eftir Neumann.
Um haustið 1914 lék svo L. V.
„Heimilið" eftir Sudermann. Hlut-
verkaskipan var mikið til óbreytt frá
árinu áður. Sýningar voru 3 eða 4.
Þá lék Sigríður, systir Olafs Ottesens,
hlutverk Theresiu, og mun það hafa
verið einasta hlutverkið hennar hjá
L. V.
Um þessar mundir starfaði Kven-
félagið Líkn mikið að leiklist til
fjáröflunar fyrir áhugamál sín. Þær,
sem mest léku þá, voru sem svo oft
endranær frú Agústa á Hóli, Guð-
björg Gísladóttir, Þóra Vigfúsdóttir,
Matthildur Kjartansdóttir, Matthild-
ur Þorsteinsdóttir, Guðrún Þor-
grímsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir,
Sesselja Kærnested og Kristín Þórð-
ardóttir. Félagið sýndi marga leik-
þætti til uppfyllingar á skemmtun-
um sínum. Voru sum leikritin bráð-
skemmtileg og meðferð þeirra yfir
leitt ágæt. Þá var t. d. sýnt leikritið
„Vinnukonu vantar" og fór kvenfólk
með öll hlutverkin. Þær voru þessar:
Matthildur Kjartansdóttir, Matthild-
ur Þorsteinsdóttir, Olöf Jónsdóttir,
Byggðarholti, Steinunn húsfreyja í
Lambhaga, Guðný Guðjónsdóttir í
Dal og Flíður Lárusdóttir á Búastöð-
um. Þótti hlutverk hennar mjög vel
af hendi leyst. Hún var ein af vinnu-
konunum, sem sótti um auglýsta
vinnukonustöðu. Húsfreyja vildi