Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 125
B L I K
123
sína. Aldrei hafði ég fyrr þurft að
líða fyrir þjóðerni mitt. Eg var sár
og reiður.
Nú kom sagan um D. D. P. A.
stafina mér í hug. Þegar ég var ung-
ur, var öll steinolía flutt til lands-
ins á eikartunnum og margar þeirra
voru merktar þessum fjórum stöf-
um (Det Danske Petroleum Aktie-
selskab). Verkamaður í Reykjavík
hafði spurt Geir Zöega, útgerðar-
mann og kaupmann, hvað þessir
stafir þýddu eiginlega, og Geir svar-
aði af sinni þjóðkunnu hnyttni:
„Þeir þýða,” sagði hann, „danskur
djöfull pínir almúgann."
— Brátt tók bræðin að sefast við
það, að ég minntist hinna göfugu
og vinsamlegu Dana, er mér lögðu
lið í Höfn, ef til vill einmitt vegna
þess, að ég var Islendingur, sem
bankahrun heima hafði gert að um-
komulausum vesaling á erlendri
grundu. Við þessar hugsanir meyrn-
aði hugurinn og augun vöknuðu.
„Guð, ég þakka þér, að ég er Islend-
ingur, — fæddur af íslenzkri móður
og á íslenzkuna að móðurmáli.
Gefðu mér vizku og þroska til að
forðast að flekka hið göfuga og
fagra móðurmál mitt með erlend-
um orðskrípum." — Eg kunni þessa
bæn orðrétta frá því ég gekk í barna-
skólann.
Eg fann til metnaðar, — var stolt-
ur af þjóðerni mínu. Aldrei skyldi
ég láta bugast, þótt ég þyrfti að
líða fyrir hatur og fyrirlitningu á
þjóð minni. Aldrei á ævinni hef ég
fundið jafnglögglega kraftinn og
þann heilbrigða metnað, sem þjóð-
ernistilfinning mín, heit og einlæg,
vakti í sálu minni á þessari stundu.
Matsveinninn gaf mér merki og
ég gekk reifur til máltíðarinnar,
þar sem ég varð að gera mér að
góðu matareifar yfirmannanna
dönsku. Síðan hef ég ávallt fundið
til með þeldökku fólki í jafnréttis-
baráttu þess.
Thyra sigldi inn að bryggju í
Arendal í Suður-Noregi undir kvöld-
ið. Tveir ungir tollþjónar komu um
borð til þess að rækja skyldur sínar.
Einhvern veginn fréttu þeir, að ís-
lenzkt ungmenni væri farþegi á skip-
inu. Þann frænda sinn vildu þeir
hitta að máli. — Þeir tóku mér
tveim höndum, eins og þeir ættu í
mér hvert bein. Þeir byrjuðu á því
að fara með mig í kaffihús og veita
mér góðgjörðir. Síðan fóru þeir með
mig á skemmtistað um kvöldið og
fylgdu mér síðan um borð.
Ég satt að segja undraðist vin-
semd og drenglund þessara ungu
Norðmanna. Hvernig gat annars
á þessu staðið? Höfðu þeir ef til vill
frétt viðkynningu þá er ég átti við
að búa á danska skipinu? Það fékk
ég aldrei að vita. Eg skildi það mæta
vel, að ég naut þess fyrst og fremst
hjá norsku tollþjónunum, að ég var
íslendingur. Einstaklingur, þótt
auralaus væri, var í rauninni ríkur
og þurfti engu að kvíða, þar sem
hann naut uppruna síns í svo ríkum
mæli sem ég í Arendal.
Þegar ég hætti að hugsa um at-
burði dagsins og sofnaði í fleti mínu,