Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 71
B L I K
69
nefnt hér, eftir einni aðalpersónu
þess. Hlutverkaskipting var að þessu
sinni þannig:
Hringjarann frá Grenaa Hr Link
lék Kristinn Astgeirsson
Justisráðið: Finnbogi Finnsson
Hammer: Filippus Arnason
Soffiu: Lilja Jónsdóttir, Mjölni.
Leikritið var sýnt síðast í apríl og
fyrst í maímánuði (1923) og hlaut
ágæta dóma almennings og mikla
aðsókn. Kristinn þótti skila Hr. Link
með miklum ágætum, lifandi eftir-
mynd A. L. Petersen í því hlutverki
fyrrum. Þá náði unga parið ágætum
tökum á sínum hlutverkum, sérílagi
þegar þess er gætt, að þau voru
ósviðsvön a. m. k. Lilja Jónsdóttir.
Söngur þeirra var afbragðs góður,
fas allt og gervi prýðilega útfært.
Um justisráðið er það að segja, að
hann var algjör nýliði á sviðinu, en
gerði ýmis viðbrögð mjög laglega.
Skömmu síðar sýndi svo Nýja
leikfélagið leikritið „Hattar í mis-
gripum" og „Sagt upp vistinni".
Þetta eru lítil leikrit, en þóttu ágæt-
lega meðfarin. Þarna starfaði Yngvi
Jón sem leikstjóri og maskagerðar-
maður ásamt Karli Gránz, og leystu
þeir verk sín prýðilega af höndum
sem vænta mátti.
Yfirleitt fannst fólki félag þetta
lofa góðu í leikstarfseminni og vænti
sér margra ánægjustunda á vegum
þess.
Haustið 1922 lék Kvenfél. Líkn
leikritið „Strokufanginn" og annað
er nefndist „Hún vill verða leik-
mær". Síðar lék svo félagið „Fjöl-
skyldan skemmtir sér". Voru leikrit
þessi ýmist sýnd á innanfélags-
skemmtunum Líknar eða á almenn-
ingsskemmtunum og voru þá gjarna
með í skemmtiatriðum upplestrar og
skrautsýningar og svo dans hafður á
eftir. Þannig var þetta t. d. um jólin
1922 og á afmæli félagsins um
haustið. Þá sýndi það „Fjölskyldan
skemmtir sér”, og hafði skrautsýn-
ingu á „Mjallhvít" og fór þá Berg-
þóra Magnúsdóttir, Dal, með hlut-
verk Mjallhvítar. Síðan var danssýn-
ing undir stjórn Jakobínu Sighvats-
dóttur, fyrstu konu Georgs Gíslason-
ar. Undirleik við danssýninguna ann-
aðist frú Anna Pálsd., Apotekinu.
Þær, sem dönsuðu, voru Agústa
Jónsdóttir og Emilía Filippusdóttir,
símastúlka. Þetta var sem sagt fyrst
á afmælishófi félagsins, en síðar
haldin almenningsskemmtun með
nefndum skemmtiatriðum, sem þóttu
takast ákaflega vel.
Árið 1923/24 sýndi Nýja leikfé-
lagið á innanfélagsskemmtun leikrit
eftir Sigurbjörn Sveinsson, skáld og
kennara, er nefndist „Thorkel Peter-
sen", samnefni við eina af aðalper-
sónum leikritsins.
Leikendur og persónur voru:
Thorkel Petersen: Hjálmar Eiríks-
son frá Vegamótum
Hómopatinn: Yngvi J. Thorkels-
son, Eiðum
Eldri bóndi: E. Björn Sigurðsson,
Pétursborg