Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 88
86
B L I K
en býr nú hjá syni sínum Sveini
að Hvítingavegi 10.
20. Magnús Þórðarson, Sjávarborg,
f. 13. júlí 1907 á Stokkseyri. Dó
ungur. Sonur Ingibjargar nr. 12.
21. Margrét Gunnarsdóttir, Reyni-
felli, f. 13. febr. 1880 á Sperðli
í Landeyjum. Fyrri kona Þor-
björns á Reynifelli.
22. María Hrómundsdóttir, Reyni-
völlum, f. 14. nóv. 1902 á Álfta-
nesi.
23. Marta Sigurðardóttir, Merki-
steini, f. 9. maí 1905 í Vest-
mannaeyjum. Systir þeirra Inga
nr. 11 og Kristínar nr. 16.
24. Olsen, O. J., f. 6. ágúst 1887 í
Farsund í Noregi.
25. Olsen, Annie, f. 4. júní 1883 í
Noregi. Kona O. J. Olsen.
26. Pálína Einarsdóttir, Götu. Móð-
ir Pálma frá Götu.
27. Sigríður Hróbjartsdóttir, Berg-
holti, f. 4. apríl 1882 að Rauða-
felli undir Eyjafjöllum. Kona
Magnúsar nr. 19 og móðir Berg-
þóru nr. 1 og Guðríðar nr. 5.
28. Sigríður Þórðardóttir, Sjávar-
borg, f. 3. nóv. 1899 á Stokks-
eyri. Kona Stefáns nr. 29.
29- Stefán Erlendsson, Sjávarborg,
f. 24. júní 1888 að Skorrastað í
Norðfirði. Stundaði sjómennsku
í fjölmörg ár, var múrari. Býr
nú á Faxastíg 2.
30. Sveinbjörn Einarsson, Geithálsi,
f. 12. júní 1890 í Þorlaugar-
gerði í Vestmannaeyjum. Húsa-
smiður, frábær sig- og fjalla-
maður. Býr nú í Rvík.
31. Sveinfríður Guðmundsdóttir,
Götu. Kona Pálma Ingimund-
arsonar frá Götu.
32. Þóranna Guðmundsd., Kirkju-
bóli.
Auk þessara 32 stofnenda bættust
svo 28 í hópinn áður en árið var lið-
ið. Gerðust því samtals 60 manns
meðlimir þessa safnaðar á fyrsta ári
hans.
Snemma þótti bera á sterkri ein-
ingu meðal þessa fólks. Reyndi það
að halda hópinn sem mest, jafnvel í
daglegum störfum. Nokkrir iðnaðar-
menn voru í fyrsta söfnuðinum og
höfðu þeir trúbræður sína í vinnu
við húsbyggingar og fleira. Enn aðr-
ir bundust samtökum um að gera út
bát. Keyptu þeir fimm saman vélbát,
sem þeir nefndu Hebron og byggðu
aðgerðarhús þar sem nú stendur
Eyjabúð. Formaður á Hebron var í
fyrstu Sveinbjörn Einarsson frá Þor-
laugargerði, en síðar Magnús Helga-
son, Engidal.
I janúar 1923 opnaði Kathy Hen-
riksen, sem fyrr er nefnd, nuddlækn-
ingastofu í Valhöll. Kathy hafði
stundað nám sitt á heilsuhæli S. D.
Aðventista í heimalandi sínu, Dan-
mörku, og var útlærð nuddlæknir.
Var lækningastofa þessi mjög vel
sótt þegar í upphafi og alla tíð. Um
líkt leyti og nuddlækningastofa var
opnuð, byrjaði O. J. Olsen að byggja
Baðhúsið að Bárugötu 15. Var það
einnar hæðar hús með risi. Þar stend-
ur bygging Sparisjóðs Vestmanna-
eyja nú og verzl. Sigurbj. Olafsdótt-