Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 79
B L I K
77
Það er nú saga að segja frá;
setjist þið niður og hlustið á.
Á kvöldin þegar Bjarni er
úti að ganga og skemmta sér
og horfa fríðu fljóðin á
og fleira, sem ei nefna má.
Og svo komu Áramótavísur Hall-
dórs Gunnlaugssonar, sem þá og enn
gera mikla lukku meðal áheyrenda,
þ. e. a. s., ef Bjarni syngur þær (það
var tekið upp á plötu og hefur oft
verið leikið í Utvarpinu):
Um aldamótin ekki neitt ég segi
að einhvern tíma komi að þeim degi.
Svona mætti telja í það óendan-
lega, vísur, sem stöðugt juku hróður
Bjarna, er þær heyrðust og heyrast.
Þegar Bjarni söng gamanvísur,
var hlegið af hjartans lyst, því að
bæði söng hann skemmtilega og lék
um leið. Hann var leiklistarmaður
ágætur og snjall leiðbeinandi á leik-
sviði, svo að af var látið.
Líklega mun Bjarni Björnsson
vera fyrsti Islendingurinn, sem gerði
leiklistina að lífsstarfi. Hann byrj-
aði það starf snemma og ungur að
aldri og vann þess utan að ýmsu, er
að leikstarfseminni laut. Hann var
t. d. lengi leiktjaldamálari í Reykja-
vík og tók við því starfi af Guð-
mundi Magnússyni skáldi (Jóni
Trausta). Hér í Eyjum var hann
einnig mjög mikið við leiktjaldamál-
un og málaði m. a., sem fyrr segir,
leiktjaldið í Gúttó, þ. e. sviðstjaldið
gamla. Það var steingrátt að lit með
stórri mynd af Heimakletti og um-
hverfi. Þá málaði hann og sviðs-
tjöldin í leikritinu „Gestir í sumar-
leyfi” ásamt Engilbert Gíslasyni.
Voru það fegurstu leiktjöld, er fram
að þeim tíma höfðu sézt í Eyjum.
Bjarni var mjög víðförull um Is-
land enda landsþekktur maður fyrir
leik sinn og gamanvísur. Eftir að
hann fór héðan til Reykjavíkur
1917, átti hann oft leið til Eyja í
stuttar heimsóknir, söng þá og lék
og var ávallt fagnað innilega.
Meðan Bjarni var í USA, komst
hann til Hollywood og lék þar a. m.
k. í einni kvikmynd, sem sýnd var
síðar í Reykjavík. En leið hans lá þó
aftur heim til Islands.
Bjarni kvæntist Torfhildi Dal-
hoff, dóttur Dalhoffs gullsmiðs. Þau
eignuðust 2 dætur. Þau hjónin komu
nokkrum sinnum til Eyja og héldu
hér skemmtanir. Þá lék frúin undir
söng hans, enda var hún góður
píanóleikari. — Bjarni lézt í Reykja-
vík 26. febrúar 1942. Þar var skarð
fyrir skildi orðið! —
Mér fannst ekki hægt að minnast
á leikstarfsemi hér nema minnast
Bjarna Björnssonar eitthvað lítil-
lega. Þótt hann væri ekki Eyjamað-
ur, lagði hann svo mikið starf í þágu
leikstarfseminnar, að líkja má við
störf Halldórs Gunnlaugssonar og
Olafs Ottesen. Þau störf verða seint
fullþökkuð. Á. Á.