Blik - 01.05.1965, Blaðsíða 60
58
B L I K
20. Einar Björn Sigurðsson frá Pét-
ursborg Vigfússonar og k. h.
Ingibjargar Björnsdóttur Ein-
arssonar.
Ekkert verður vitað með vissu,
hvort Halldór læknir Gunnlaugsson
var einn af stofnendum L. V. Georg
Gíslason hélt, að svo hefði ekki ver-
ið, en mun hafa talizt meðlimur fé-
lagsins. Þó verður ekkert um það
fullyrt.
A umræddu tímaskeiði eða fyrstu
8 ár Leikfélagsins var mikið starfað
hér að leiklist og hvergi legið á liði
sínu, ef þeim málum gat eitthvað
orðið til frama eða gengis. Svo mikil
eining og áhugi ríkti í félaginu á
þessu blómaskeiði þess, að allir
lögðu sitt bezta fram hver á sínu
sviði, þó að mestur starfsþunginn
hvíldi vitaskuld á stjórn félagsins
hverju sinni. Kjörorð leikfólksins
virðist hafa verið: Einn vinni öllum
og allir einum.
Sigríður Ottesen lék ávallt á orgel
eða slaghörpu í þjónustu Leikfélags-
ins, er söngvaleikir voru sýndir eða
sungið var á sviðinu. Emilía Ottesen
afritaði allan fjöldann af leikritum
fyrir Leikfélagið. Það er býsna mikið
starf, sem þeir einir þekkja, sem af-
ritað hafa heil leikrit með mörgum
hlutverkum.
Ég hika ekki við að fullyrða, að
á þessum árum hafi Leikfélag Vest-
mannaeyja alls ekki verið neinn eft-
irbátur annarra leikfélaga í landinu,
ef til viH með þeim fremstu, nema
þá í sviðslýsingu. Þar átti L. V. í
miklum erfiðleikum a. m. k. þar til
Eyjabyggð fékk rafmagn (1915).
Strax er hinar handhægu gaslukt-
ir (karbid-) komu á markaðinn hér
heima, voru þær notaðar til að lýsa
upp leiksviðið í „Góttó" sem loft-
ljós. Þær luktir voru í notkun síð-
ustu árin áður en rafmagnið kom
hér til sögunnar. Litlir olíulampar,
8—10 lína, voru ávallt notaðir til
að mynda hin svokölluðu fótaljós.
Hjá L. V. var oftast sama fólkið
á sviðinu á fyrstu árum félagsins, en
áhugi fólksins fyrir starfseminni var
býsna mikill. Þótt lítið væri um
kaupgreiðslur til hvers einstaks, virt-
ist það ekki draga úr starfsgleði
fólksins. Kaupið virðist hafa ver-
ið því algjört aukaatriði. „Þó voru
ávallt einhverjar launagreiðslur til
leikenda og gjaldkerabækur haldn-
ar vel og greinilegar. Aftur á móti
var lítið um, að fundargjörðir væru
færðar, þótt fólk kæmi saman til
skrafs og ráðagerða um eitt og ann-
að varðandi starfsemina". (Sögn
Guðbjargar Gísladóttur 1960).
Meðal leikenda frá stofnun fé-
lagsins til 1915 — 18 var ánægjan
af leikstarfseminni mikil. Fólkið
vissi, að það var að skemmta þorps-
búum, kynna þeim ritverk inn- og
útlendra leikritahöfunda, og um leið
að starfa sér til ánægju í frístundun-
um. Það var eins og það eitt væri
öllum nægileg greiðsla. Fólkið, sem
mest stóð í leikstörfum, var alls ekki
að leika vegna fjárhagslegra þarfa.
Það var allt þannig í sveit sett, að
það hafði rúman fjárhag. Ekki var